Ánægður með markið!

Alexander Isak var skiljanlega ánægður með að skora loksins. Hann skoraði sitt fyrsta deildarmark í fyrradag þegar Liverpool vann loksins. Hann skoraði fyrra mark Liverpool í 0:2 sigri á West Ham United.
,,Það eru skiljanlega alls konar tilfinningar í gangi. Sú besta fylgir ánægjunni yfir sigrinum. Sigrar styrkja andann í liðinu og líka í huga einstaklinganna."
,,Við verðum, finnst mér, að nota sigurinn á besta veg. En við verðum líka að sýna auðmýkt því við erum búnir að vera í öldudal. Einn sigur þýðir ekki endilega að við séum komnir í gagn. Við þurfum að halda einbeitingunni og leggja hart að okkur svo að sigurinn færi okkur meðbyr."
Það var sannarlega gott og gleðilegt að dýrasti leikmaður í sögu Liverpool hafi loksins komist á blað í deildinni. Hann var áður búinn að skora eitt mark í tíu leikjum fyrir Liverpool. Það kom í Deildarbikarnum.
Alexander kom auðvitað í engri leikæfingu til Liverpool og eins langt frá því að vera yfirleitt í æfingu. Hann kom sér út úr húsi hjá Newcastle United á undirbúningstímabilinu í sumar með því að heimta að vera seldur. Honum hefur gengið illa og ekki hafa meiðsli bætt úr skák. En vonandi fer Svíinn nú að nálgast sitt besta.
-
| Sf. Gutt
Dagurinn sem breytti Liverpool F.C.! -
| Sf. Gutt
Hvatning frá núverandi fyrirliða! -
| Sf. Gutt
Hvatning frá fyrrum fyrirliða! -
| Sf. Gutt
Mestu hrakfarir í marga áratugi! -
| Sf. Gutt
Lengi getur vont versnað! -
| Sf. Gutt
Væntumþykjan hverfur! -
| Sf. Gutt
Ný félagsmet! -
| Sf. Gutt
Ég ber fulla ábyrð! -
| Sf. Gutt
Metjöfnun! -
| Sf. Gutt
Meiðslafréttir

