| Sf. Gutt

Ánægður með markið!

Alexander Isak

Alexander Isak var skiljanlega ánægður með að skora loksins. Hann skoraði sitt fyrsta deildarmark í fyrradag þegar Liverpool vann loksins. Hann skoraði fyrra mark Liverpool í 0:2 sigri á West Ham United. 

,,Ég veit að það var búin að vera löng bið eftir markinu. Ég er búinn að vera að reyna að koma mér í mitt besta stand og ég er ekki enn kominn í það. En ég er mjög ánægður með að vera búinn að skora."

,,Það eru skiljanlega alls konar tilfinningar í gangi. Sú besta fylgir ánægjunni yfir sigrinum. Sigrar styrkja andann í liðinu og líka í huga einstaklinganna."

,,Við verðum, finnst mér, að nota sigurinn á besta veg. En við verðum líka að sýna auðmýkt því við erum búnir að vera í öldudal. Einn sigur þýðir ekki endilega að við séum komnir í gagn. Við þurfum að halda einbeitingunni og leggja hart að okkur svo að sigurinn færi okkur meðbyr."

Það var sannarlega gott og gleðilegt að dýrasti leikmaður í sögu Liverpool hafi loksins komist á blað í deildinni. Hann var áður búinn að skora eitt mark í tíu leikjum fyrir Liverpool. Það kom í Deildarbikarnum.

Alexander kom auðvitað í engri leikæfingu til Liverpool og eins langt frá því að vera yfirleitt í æfingu. Hann kom sér út úr húsi hjá Newcastle United á undirbúningstímabilinu í sumar með því að heimta að vera seldur. Honum hefur gengið illa og ekki hafa meiðsli bætt úr skák. En vonandi fer Svíinn nú að nálgast sitt besta.

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan