| Sf. Gutt

Englandsmeistararnir til Kína

Englandsmeistararnir eru komnir til Kína. Liverpool mætir þar AC Milan í æfingaleik á  Kai Tak leikvanginum í Hong Kong á laugardaginn. Leikurinn hefst klukkan hálf tólf að íslenskum tíma.  

Hér er listi yfir þá leikmenn Liverpool sem fóru til Kína. Alisson, Gomez, Endo, Van Dijk, Konate, Diaz, Szoboszlai, Nunez, Mac Allister, Salah, Jones, Gakpo, Elliott, Tsimikas, Robertson, Gravenberch, Doak, Woodman, Mamardashvili, Kerkez, Wirtz, Frimpong, Pecsi, Ngumoha, Misciur, Morton, Bradley, Stephenson og Nyoni.

Þetta verður þriðji æfingaleikur Liverpool í sumar. Liverpool vann Preston 1:3 í fyrsta leiknum. Svo vannst stórsigur 5:0 á Stoke City. 

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan