Sóknarmenn í sigtinu!
Svo er að skilja að Liverpool sé með tvo sóknarmenn í sigtinu þessa dagana. Annar er frá Svíþjóð en hinn er franskur. Um er að ræða þá Alexander Isak og Hugo Ekitike.
Alexander Isak er helsti sóknarmaður Newcastle United og er sænskur landsliðsmaður. Liverpool hefur sýnt honum áhuga í sumar en ólíklegt er að Newcastle vilji selja hann nema þá fyrir einhverja risaupphæð.
Nú allra síðustu daga hefur Hugo Ekitike verið orðaður við Liverpool. Hann er framherji þýska liðsins Eintracht Frankfurt. Hugo kom til Frankfurt frá Paris Saint Germain í byrjun árs 2024 og hefur staðið sig vel. Samkvæmt frétt BBC eru nú samningaviðræður í gangi milli Liverpool og Frankfurt. Liverpool á að hafa boðið rúmlega 70 milljónir sterlingspunda í Hugo. Fyrr í sumar bauð Newcastle 70 milljónir í Hugo en tilboðinu var hafnað. Hermt er að Hugo, sem hefur leikið með yngri landsliðum Frakklands, hafi mikinn áhuga á að ganga til liðs við Liverpool.
Við sjáum hvað setur!
-
| Sf. Gutt
Hvað verður um Darwin? -
| Sf. Gutt
Er ókyrrð í mönnum? -
| Sf. Gutt
Númer 20 lagt til hliðar -
| Sf. Gutt
Minningarorð Virgil van Dijk -
| Sf. Gutt
Aftur til æfinga -
| Sf. Gutt
Minningarorð Arne Slot -
| Sf. Gutt
Í minningu Diogo Jota -
| Sf. Gutt
Bræðurnir Diogo og André bornir til grafar -
| Sf. Gutt
Diogo Jota látinn -
| Sf. Gutt
Af EM