| Sf. Gutt

Kemur Alexander Isak?

Nú í dag hafa þær fréttir gengið fjöllunum hærra að sænski sóknarmaðurinn Alexander Isak vilji fara frá Newcastle United. Hann fór ekki með liðinu þegar það hélt í æfingaferð til Asíu. Hann á að hafa gefið í skyn að hann vilji prófa eitthvað nýtt. Svíinn kom til Newcastle frá spænska liðinu Real Sociedad 2022 og hefur staðið sig mjög vel í ensku knattspyrnunni. 

Liverpool er sterklega orðað við Alexander Isak í kjölfarið á þessum fréttum í dag. Reyndar hefur hann verið orðaður við Liverpool í allt sumar. Forráðamenn Newcastle United hafa sagt að sænski landsliðsmaðurinn sé alls ekki til sölu.

Í gær var tilkynnt um kaup Liverpool á Frakkanum Hugo Ekitike fyrir 69 milljónir sterlingspunda en samt er víst ekki útilokað að Alexander verði keyptur líka. Ljóst er að hann verður mjög dýr og jafnvel dýrari en Florian Wirtz sem var keyptur fyrir metfé fyrr í sumar. 

Við sjáum hvað setur. 

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan