| Sf. Gutt

Tap í æfingaleik

Liverpool tapaði fyrri æfingaleik sínum í Asíuferðinni þegar liðið mætti AC Milan í Hong Kong. Ítalska liðið vann 4:2 í fjörugum leik. 

AC Milan komst yfir með marki Rafael Leao á 10. mínútu. Dominic Szoboszlai jafnaði metinmeð glæsilegu skoti á 26. mínútu. Liverpool tefli fram flestum sínum sterkustu mönnum fyrir hlé og liðið spilaði oft mjög vel. 

Eftir hálfleikshlé komu átta nýir menn til leiks. AC Milan skipti færri mönnum og náði yfirhöndinni. Rubel Loftus- Cheek og Noah Okafor komu ítalska liðnu í 3:1 í fyrri hluta hálfleiksins. Bæði mörkin komu eftir slæm mistök í vörn Liverpool. Coady Gakpo lagaði stöðuna með góðum skalla í viðbótartíma. Á síðasta andartaki leiksins skoraði Noah sitt annað mark eftir hroðaleg mistök í vörninni. 

Liverpool - fyrri hálfleikur: Alisson; Stephenson, Gravenberch, Van Dijk, Robertson; Morton (Nyoni 32. mín.), Szoboszlai, Elliott; Salah, Wirtz og Ngumoha.

Liverpool - seinni hálfleikur: Mamardashvili; Bradley, Konate, Tsimikas, Kerkez; Gravenberch (Morton 63. mín.), Jones, Nyoni; Frimpong, Doak og Gakpo.

Ónotaður varamaður: Woodman.

Áhorfendur: 49.704.

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan