| Sf. Gutt

Komnir til Japan

Englandsmeistarar eru nú komnir til Japan. Þar í landi fer fram næsti æfingaleikur Liverpool núna á miðvikudaginn. Liverpool mætir þá Yokohama í samnefndri borg. 

Fyrri leikurinn í Asíuferð Liverpool var við AC Milan á laugardaginn. Liverpool tapaði þeim leik 4:2. Eftir leikinn verður haldið heim til Englands. Liverpool leikur við Athletic Club Bilbao á Anfield Road mánudaginn eftir viku. 

Luis Díaz hefur kvatt félaga sína og yfirgefið liðshópinn. Nýi maðurinn Hugo Ekitike kom til liðs við nýju félaga sína í Kína og ekki er ólíklegt að hann komi við sögu í Japan.

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan