Næsta víst!
Fjöldi áreiðanlegra fjölmiðla greina frá því að næsta víst sé að þýski landsliðsmaðurinn Florian Wirtz muni ganga til liðs við Liverpool. Kaupverðið verður metfé í sögu Liverpool!
Liverpool og Bayer Leverkusen munu hafa náð samkomulagi um kaupverð. Florian Wirtz verður lang dýrasti leikmaður í sögu Liverpool. Samkvæmt fréttum borgar Liverpool Bayer Leverkusen 100 milljónir sterlingpunda sem grunnverð. Ákvæði í samningnum geta fært Bayer 16 milljónir í viðbót. Fari upphæðin upp í 116 milljónir verður Florian dýrasti leikmaður sem enskt félag hefur keypt.
Ekkert hefur enn verið staðfest um vistaskiptin hjá félögunum. En leiða má líkum að því að þessi metkaup Liverpool séu frágengin af hálfu forráðamanna félaganna.
-
| Sf. Gutt
Aftur til æfinga -
| Sf. Gutt
Minningarorð Arne Slot -
| Sf. Gutt
Í minningu Diogo Jota -
| Sf. Gutt
Bræðurnir Diogo og André bornir til grafar -
| Sf. Gutt
Diogo Jota látinn -
| Sf. Gutt
Af EM -
| Sf. Gutt
Bara Real Madrid! -
| Sf. Gutt
Þrír Evrópumeistarar! -
| Sf. Gutt
Æfingaleikir sumarsins -
| Sf. Gutt
Annar nýr markmaður