Landsleikjafréttir
Síðasta landsleikjahrota sumarsins fór fram núna síðustu daga. Allir leikmenn Liverpool eru þar með komnir í sumarfrí utan hvað Harvey Elliott, Jarell Quansah og Tyler Morton eru með undir 21. árs liði Englands sem spilar í úrslitakeppni Evrópukeppni landsliða.
Alisson Becker hélt hreinu þegar Brasilía og Ekvador mættust í forkeppni Heimsmeistarakeppninnar. Leiknum lauk án marka. Aftur hélt Alisson hreinu þegar Brasilía vann Paragvæ 1:0. Þetta var sjöundi landsleikur hans í röð án þess að fá á sig mark! Brasilía er komið á HM.
Kólumbía náði góðu jafntefli í Argentínu á móti heimsmeisturunum. Leiknum lauk 1:1. Luis Díaz skoraði mark Kólumbíu eftir magnaðan einleik. Luis var frábær í leiknum og þótti besti maður vallarins.
Dominik Szoboszlai spilaði með Ungverjum þegar þeir töpuðu 0:2 á heimavelli fyrir Svíþjóð í vináttuleik. Fyrirliði Ungverja skoraði í seinni leik Ungverja þegar þeir unnu 1:2 sigur í Aserbaísjan.
Andrew Robertsson var fyrirliði Skota þegar þeir töpuðu óvænt 1:3 fyrir Íslandi í Glasgow. Guðlaugur Victor Pálsson, fyrrum lærisveinn hjá Liverpool skoraði eitt marka Íslands. Fyrirliðinn var líka í liði Skotlands sem vann Liechtenstein 0:4 á útivelli. Um var að ræða æfingaleiki.
Wales vann Liechtenstein 3:0 á heimavelli í forkeppni. Lewis Koumas kom inn sem varamaður. Wales tapaði seinni leik sínum 4:3 í Belgíu. Lewis kom ekki við sögu í þeim leik. Harry Wilson, fyrrum leikmaður Liverpool, skoraði í báðum leikjunum. Hann skoraði úr víti á móti Belgíu.
Holland vann tvo sigra í forkeppni HM. Virgil van Dijk, Cody Gakpo, Ryan Gravenberch og Jeremie Frimpong tóku þátt í leikjunum. Reyndar var Jeremie varamaður í þeim seinni. Fyrst vannst 0:2 sigur í Finnlandi og svo fylgdi yfirburðasigur 8:0 á Marltverjum. Cody lagði upp mark í fyrri leiknum og Virgil skoraði í þeim seinni.
Wataru Endo lék ekki þegar Ástralía vann Japan 1:0. Hann spilaði allan seinni leik Japans sem þá vann Indónesíu 6:0.
Conor Bradley lék með Norður Írum þegar þeir töpuðu 1:2 í Danmörku. Hann var líka í byrjunarliðinu þegar Norður Írar unnu Ísland 1:0 í Belfast. Þetta voru vináttuleikir. Guðlaugur Victor Pálsson lék sinn 50. landsleik fyrir Ísland. Hann hefur skorað þrjú landsliðsmörk.
Curtis Jones var í byrjunarliði Englands í 1:0 sigri á Andorra í forkeppni HM. Hann kom inn sem varamaður í æfingaleik við Senegal. Sá leikur tapaðist 1:3. Trent Alexander-Arnold kom inn sem varamaður í fyrri leik Englands. Senegal hafði áður gert 1:1 jaftefli við Íra. Caoimhin Kelleher varði mark Írlands í þeim leik.
Kostas Tsimikas var í liði Grikklands sem vann Búlgaríu 4:0.
Áður hefur komið fram að Diogo Jota varð Þjóðardeildarmeistari með Portúgal.
-
| Sf. Gutt
Aftur til æfinga -
| Sf. Gutt
Minningarorð Arne Slot -
| Sf. Gutt
Í minningu Diogo Jota -
| Sf. Gutt
Bræðurnir Diogo og André bornir til grafar -
| Sf. Gutt
Diogo Jota látinn -
| Sf. Gutt
Af EM -
| Sf. Gutt
Bara Real Madrid! -
| Sf. Gutt
Þrír Evrópumeistarar! -
| Sf. Gutt
Æfingaleikir sumarsins -
| Sf. Gutt
Annar nýr markmaður