| Sf. Gutt

Skjaldarleikurinn liggur fyrir!

Liverpool tryggði sér sæti í Skjaldarleiknum 2025 með því að verða Englandsmeistari í síðasta mánuði. Eftir úrslitaleikinn í FA bikarnum liggur fyrir hverjir verða mótherjar Liverpool í Skjaldarleiknum í sumar. 

Liverpool mætir Crystal Palace í leiknum um Samfélagsskjöldinn. Crystal Palace vann sér inn sæti í leiknum með því að vinna Manchester City 1:0 á Wembley í úrslitaleiknum um FA bikarinn. Ekki hefur verið staðfest hvenær leikurinn fer fram. Svo vill til að liðin mætast í síðustu umferð deildarinnar sunnudaginn 25. maí. Liðin leiða svo saman hesta sína í opnunarleik nýrrar leiktíðar. Skemmtileg tilviljun!

Liverpool hefur 16 sinnum unnið sér yfirráðarétt yfir Skildinum góða. Síðast árið 2022 þegar Liverpool vann Manchester City 3:1. Leikurinn við Crystal Palace verður 25. Skjaldarleikur Liverpool í sögu félagsins.  

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan