Suður í sólina!
Englandsmeistarar Liverpool hafa síðustu daga sleikt sólina suður í löndum. Eftir leikinn við Arsenal á sunnudaginn fengu leikmenn Liverpool stutt frí því næsti leikur liðsins fer ekki fram fyrr en næsta mánudagskvöld en þá spila meistararnir í Brighton. Leikmennirnir Liverpool fóru suður til Dúbaí. Þar dvöldu þeir á hótelinu Atlantis The Royal sem mun vera eitt dýrasta hótel í heimi. Hermt er að ferðin hafi meðal annars verið farin til að kveðja Trent Alexander-Arnold. Vonandi koma meistararnir ferskir heim úr fríinu.
Arne Slot, framkvæmdastjóri Liverpool, skrapp líka í frí. Hann fór til spænsku Miðjarðarhafseyjarinnar Íbíza og naut lífsins þar í nokkra daga. Þar náðust myndir af honum með stuðningsmönnum Liverpool fagna Englandsmeistaratitlinum.
Á morgun situr Arne Slot fyrir svörum á blaðamannafundi fyrir leikinn við Brighton. Leikmenn Liverpool eru væntanlega líka komnir til síns heima enda styttist í leikinn við Brighton.
-
| Sf. Gutt
Það fengust peningar fyrir Trent -
| Sf. Gutt
Af leikmannamálum -
| Sf. Gutt
Liverpool kaupir ungan markmann -
| Sf. Gutt
Næsta víst! -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Aftur til æfinga -
| Sf. Gutt
Ekki til sölu! -
| Sf. Gutt
Þrá og eldmóður!