| Sf. Gutt

Leikjatilfærslur

Búið er að tímasetja síðustu leiki Liverpool á þessu frábæra keppnistímabili. Það er gott að vita af breyttum leiktímum ef fólk hyggur á ferðalög til Englands.

Liverpool tekur á móti Arsenal á Anfield Road næstkomandi sunnudag 11. maí. Leikurinn hefst klukkan hálf fjögur að íslenskum tíma. 

 Liverpool mætir Brighton and Hove Albion í næstsíðustu umferð deildarinnar mánudagskvöldið 19. maí. Leikurinn byrjar klukkan sjö eftir hádegi.

 

Síðasti leikur Liverpool á leiktíðinni fer fram á Anfield sunnudaginn 25. maí. Gestir dagsins verða Crystal Palace. Flautað verður til leiks í krýningarleiknum klukkan þrjú.

Eins og allir vita verður Englandsbikarinn afhentur eftir leikinn við Crystal Palace. Ljóst er mikil hátíð verður á Anfield og í Liverpool borg þennan dag.

Tekið skal fram að allir leiktímar eru að íslenskum tíma. Hafið í huga að sumartími á Englandi er nú klukkutíma á eftir okkar tíma.

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan