Conor Bradley með nýjan samning
Tilkynnt var í dag að Conor Bradley hefði gert nýjan samning við Liverpool. Samningurinn er sagður til næstu fimm ára. Norður Írinn er talinn verða arftaki Trent Alexander-Arnold í stöðu hægri bakvarðar. Hann segist hafa tekið framförum og ætlar sér að leggja sig allan fram um að verða enn betri.
,,Mér finnst að ég hafi tekið miklum framförum frá því sama tíma í fyrra. Vonandi næ ég að halda áfram á sömu braut og verða enn beti. Ég vil bara bæta mig enn meira. Verða betri dag frá degi. Ég stefni á að ná að verða eins góður og hæfileikar mínir bjóða upp á. Eins langar mig að verða besta útgáfan af sjálfum mér. Vonandi næ ég þessum markmiðum á næstu árum og verða betri og betri."
Conor Bradley hefur verið einn efsnilegasti leikmaður Liverpool síðustu árin. Hann verður 22. ára í sumar. Nú þegar er hann orðinn lykilmaður í landsliði Norður Íra. Hann er búinn að spila 24 landsleiki og skorað fjögur landsliðsmörk.
-
| Sf. Gutt
Álfumet hjá Mohamed Salah! -
| Sf. Gutt
Ibrahima Konaté ekki til Íslands -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Goðsagnirnar unnu! -
| Sf. Gutt
Hefði betur þagað! -
| Sf. Gutt
Minningarorð Jürgen Klopp -
| Sf. Gutt
Það var fyrir tíu árum! -
| Sf. Gutt
Hefur engar áhyggjur af Florian! -
| Sf. Gutt
Tveir fá frí frá landsleikjum -
| Sf. Gutt
Bobby saknar vinar í stað