| Sf. Gutt

Þarf að breyta til!

Trent Alexander-Arnold er búinn að ákveða að breyta til. Hann segir ástæðuna vera þá að hann þurfi að breyta til. Bæði sem leikmaður og einstaklingur. Trent hafði meðal annars þetta að segja í viðtali við opinbera heimasíðu Liverpool. 

,,Fyrst og síðast verð ég að segja að þetta er ekki auðveld ákvörðun. Ég er búinn að hugsa þetta fram og til baka og það hafa verið miklar tilfinningar í gangi. Ég er búinn að vera hérna í tuttugu ár. Ég hef notið hverrar einustu mínútu hérna og hér hef ég náð að láta alla drauma mína rætast. Ég hef lagt mig allan fram alla daga í tuttugu ár. En á þessum tímapunkti finnst mér að ég þurfi nýja áskorun. Bæði sem leikmaður og einstaklingur. Núna finnst mér rétti tíminn til að breyta til."

Það eru skiptar skoðanir um brottför Trent hjá stuðningsmönnum Liverpool. En hver eru skilaboð Trent til stuðningsmannanna á þessum tímapunkti?

,,Það er margt sem mig langar til að segja. Ég vil færa ykkur innilegustu þakkir. Þið hafið staðið við bakið á mér frá fyrstu stundu. Þið hafið stutt mig og verið til staðar fyrir mig. Ég hef fundið fyrir stuðningi ykkar og væntumþykju. Ég hef skynjað allt sem þið hafið gert fyrir mig. Ég hef notið hverrar mínútu. Ég á alltaf eftir að elska félagið, fólkið hjá félaginu og stuðningsmennina. Þó svo að ég sé að fara sem leikmaður þá verð ég alltaf stuðningsmaður Liverpool!"

Þá liggur þetta fyrir!

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan