Að baula eða ekki baula?
Óhætt er að segja að Trent Alexander-Arnold hafi fengið kaldar kveðjur hjá hluta stuðningsmanna Liverpool í leiknum á móti Arsenal á sunnudaginn.
Í síðustu viku tilkynnti Trent að hann hyggðist yfirgefa Liverpool núna í sumar þegar samningur hans rennur út. Leikurinn við Arsenal var því fyrsti leikur Liverpool eftir að Trent tilkynnti um ákvörðun sína. Hann var meðal varamanna á móti Arsenal og Conor Bradley var hægri bakvörður. Arne hafði sagt fyrir leikinn að Conor myndi vera í byrjunarliðinu.
Í síðari hálfleik missti Liverpool undirtökin og Arsenal minnkaði muninn. Conor var svo bókaður á 60. mínútu. Sjö mínútum seinna kom Trent inn fyrir Conor. Rökrétt að skipta Conor af velli fyrst hann var kominn með spjald. En baul hluta áhorfenda duldist ekki þegar Trent kom til leiks. Reyndar fékk hann líka klapp en kaldar kveðjur leyndu sér ekki. Það sem lifði leiks var oftast baulað þegar Trent snerti boltann. Arsenal jafnaði og þá lék Trent markaskorara Arsenal rangstæðan. Hann náði sér alls ekki á strik í leiknum og var greinilega sleginn út af laginu. Reyndar mátti segja það sama um marga liðsfélaga hans. Eða svo virtist að minnsta kosti vera.
Segja má að jafntefli liðanna sem börðust um titilinn í mjög góðum leik hafi ekki verið aðalumræðuefnið eftir leik. Kaldar kveðjur stuðningsmanna Liverpool í garð síns eigins leikmanns var eiginlega mesta umræðuefnið. Það fer ekkert á milli mála að drjúgur hluti stuðningsmanna Liverpool erfir við Trent að hann skuli ætla sér að yfirgefa félagið. Sennilega er aðalástæðan fyrir óánægjunni sú að Trent lætur samning sinn renna út og þar með fær Liverpool ekki eitt einasta sterlingpund í sinn hlut.
Í raun er þetta í fyrsta sinn í sögu Liverpool sem stuðningsmenn liðsins hafa baulað á eigin leikmann. Þó má undanskilja þegar hluti stuðningsmanna Liverpool baulaði á Trent þegar hann kom inn á sem varamaður á móti Leicester City í síðasta mánuði. Baulið var ekki áberandi og hlýjar móttökur voru mun meira áberandi þann daginn. Svo voru allir glaðir þegar Trent skoraði sigurmark leiksins stuttu eftir að hann kom til leiks. En í leiknum við Arsenal fór ekkert á milli mála. Það var verið, með réttu eða röngu, að baula á Trent Alexander-Arnold!
Að baula eða ekki að baula? Þarna er efinn. Er við hæfi að baula á eigin leikmann eða er það bara allt í lagi? Svari nú hver fyrir sig!
-
| Sf. Gutt
Vil vera sem lengst! -
| Sf. Gutt
Heimsmeistarinn valinn bestur! -
| Sf. Gutt
Þarf að breyta til! -
| Sf. Gutt
Búið að dagsetja sigurförina! -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Trent heldur á braut -
| Sf. Gutt
Jarðhræringar í Liverpool! -
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Sf. Gutt
Njótum stundarinnar! -
| Mummi
Við minnum á aðalfund klúbbsins þann 6. maí nk.