| Sf. Gutt

Búið að dagsetja sigurförina!

Búið er að dagsetja sigurför Rauða hersins um Liverpool borg. Hún fer fram eftir hádegi mánudaginn 26. maí. Ferðalagið hefst klukkan hálf tvö að íslenskum tíma. Ekið verður um borgina með Englandsbikarinn sem Liverpool fær í sína vörslu daginn áður eftir síðasta leik liðsins á leiktíðinni við Crystal Palace á Anfield Road.

Síðustu tvær sigurferðir Liverpool voru árin 2019 með Evrópubikarinn og 2022 með með FA bikarinn, Deildarbikarinn og verðlaun kvennaliðsins fyrir sigur í næst efstu deild. Hér að ofan er mynd frá 2019.

Svo vill til að daginn sem sigurförin fer fram verða 20 ár liðin frá sigurför Rauða hersins um borgina með Evrópubikarinn eftir Kraftaverkið í Istanbúl. Skemmtileg tilviljun.

Reiknað er með gífurlegum fjölda fólks í Liverpool þegar sigurförin fer fram. Talið er að um 750.000 manns hafi fylgst með ferðinni með Evrópubikarinn 2019. Ekki er ólíklegt að aðdráttarafl Englandsbikarsins verði enn meira!

Efstu myndinni er breytt í myndvinnslu. Glöggir sjá að Englandsbikarinn er á rútunni. Myndin sjálf er frá sigurför Liverpool vorið 2022.  

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan