Vil vera sem lengst!
Luis Díaz segist vilja spila sem lengst með Liverpool. Fjölmiðlar segja að samningarviðræður milli hans og Liverpool standi yfir.
,,Ég myndi vilja vera hér sem lengst. En félagið hefur auðvitað líka mikið um það að segja. Reyndar hefur félagið mest um það að segja. Það þarf að finna út úr alls konar smáatriðum. Ég er sallarólegur, ánægður og nýt þess að spila í Úrvalsdeildinni. Frá fyrsta degi hér hef ég verið mjög ánægður og rólegur. Mér finnst mjög gaman að spila með þessu frábæra liði!"
Kólumbíumaðurinn kom til Liverpool í janúar 2022. Síðan hefur hann leikið 146 leiki, skorað 41 mark og lagt upp 16. Á þessari leiktíð hefur hann skorað 17 mörk sem er það mesta frá því hann kom til Liverpool.
Luis er búinn að vera stórgóður á leiktíðinni og einn besti leikmaður Englandsmeistaranna. Vonandi nást samningar því það eru fáir betri en Luis þegar hann er nær sér á skrið.
-
| Sf. Gutt
Heimsmeistarinn valinn bestur! -
| Sf. Gutt
Þarf að breyta til! -
| Sf. Gutt
Búið að dagsetja sigurförina! -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Trent heldur á braut -
| Sf. Gutt
Jarðhræringar í Liverpool! -
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Sf. Gutt
Njótum stundarinnar! -
| Mummi
Við minnum á aðalfund klúbbsins þann 6. maí nk. -
| Sf. Gutt
Hamingjuóskir frá Jürgen Klopp!