| Sf. Gutt

Heimsmeistarinn valinn bestur!

Heimsmeistarinn Al­ex­is Mac Allister var valinn Leikmaður mánaðarins í Úrvalsdeildinni í apríl. Tuttugasti Englandsmeistaratitill Liverpool var innsiglaður í mánuðinum og Argentínumaðurinn átti stóran þátt í því. Hann skoraði tvö glæsileg mörk fyrir Liverpool, lagði upp eitt og dreif lið sitt áfram á miðjunni sem aldrei fyrr. 

Alexis skoraði með glæsilegu langskoti á móti Fulham og eins í titilsigrinum gegn Tottenham Hotspur. Markið hans gegn Tottenham er komið í jarðfræðilega annála þar sem fögnuðurinn skók jörð í Liverpool borg þannig að kom fram á jarðskjálftamælum!

Alexis Mac Allister er vel að þessari viðurkenningu kominn. Hann hefur ekki hlotið hana áður. Arne Slot var tilnefndur sem Framkvæmdastjóri mánaðarins. Vítor Pereira, framkvæmdastjóri Wolves, hlaut þá viðurkenningu. 

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan