Heimsmeistarinn valinn bestur!
Heimsmeistarinn Alexis Mac Allister var valinn Leikmaður mánaðarins í Úrvalsdeildinni í apríl. Tuttugasti Englandsmeistaratitill Liverpool var innsiglaður í mánuðinum og Argentínumaðurinn átti stóran þátt í því. Hann skoraði tvö glæsileg mörk fyrir Liverpool, lagði upp eitt og dreif lið sitt áfram á miðjunni sem aldrei fyrr.
Alexis skoraði með glæsilegu langskoti á móti Fulham og eins í titilsigrinum gegn Tottenham Hotspur. Markið hans gegn Tottenham er komið í jarðfræðilega annála þar sem fögnuðurinn skók jörð í Liverpool borg þannig að kom fram á jarðskjálftamælum!
Alexis Mac Allister er vel að þessari viðurkenningu kominn. Hann hefur ekki hlotið hana áður. Arne Slot var tilnefndur sem Framkvæmdastjóri mánaðarins. Vítor Pereira, framkvæmdastjóri Wolves, hlaut þá viðurkenningu.
-
| Sf. Gutt
Æfingaleikir sumarsins -
| Sf. Gutt
Annar nýr markmaður -
| Sf. Gutt
Milos Kerkez kominn til Liverpool -
| Sf. Gutt
Nathaniel Phillips heldur á braut -
| Sf. Gutt
Skjaldarleikurinn liggur fyrir! -
| Sf. Gutt
Florian Wirtz keyptur fyrir metfé! -
| Sf. Gutt
Vitezslav Jaros lánaður -
| Sf. Gutt
Leikjadagskráin birt -
| Sf. Gutt
Ungliðar á braut -
| Sf. Gutt
Það fengust peningar fyrir Trent