Af leikmannamálum
Tveir leikmenn þýska liðsins Bayer Leverkusen eru nú orðaðir við Liverpool. Annar reyndar meira en hinn. Þetta eru þeir Jeremie Frimpong og Florian Wirtz. Jeremie er hægri bakvörður en Florian sókndjarfur miðjumaður.
Fullyrt er að Jeremie hafi nú þegar átt í viðræðum við forráðamenn Liverpool. Ekki er talið að Florian sé kominn í viðræður við Englandsmeistarana.
Þeir félagar urðu Þýskalandsmeistarar og bikarmeistarar með Bayer Leverkusen á síðustu leiktíð. Xabi Alonso leiddi liðið til sögulegrar Tvennu í Þýskalandi en nú er næsta víst að hann fari frá Bayer og taki við Real Madrid. Fari Xabi er ekki ósennilegt að einhverjir af leikmönnum Bayer leiti á önnur mið.
-
| Sf. Gutt
Suður í sólina! -
| Sf. Gutt
Að baula eða ekki baula? -
| Sf. Gutt
Vil vera sem lengst! -
| Sf. Gutt
Heimsmeistarinn valinn bestur! -
| Sf. Gutt
Þarf að breyta til! -
| Sf. Gutt
Búið að dagsetja sigurförina! -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Trent heldur á braut -
| Sf. Gutt
Jarðhræringar í Liverpool! -
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar!