| Sf. Gutt

Þrjú stig duga!

Liverpool þarf þrjú stig til að verða Englandsmeistari í 20. skipti. Fimm umferðir eru eftir af keppni í efstu deild á Englandi þessa leiktíðina. 

Liverpool fær Tottenham Hotspur í heimsókn á sunnudaginn. Með sigri verður Liverpool Englandsmeistari að því gefnu að Arsenal vinni Crystal Palace á heimavelli annað kvöld. Svo gæti nefnilega farið að Liverpool verði Englandsmeistari strax annað kvöld.

Ef Arsenal tapar fyrir Crystal Palace á Emirites leikvanginum verður Liverpool Englandsmeistari því þá geta Skytturnar ekki lengur komist yfir Liverpool í þeim leikjum sem eftir eru. Liverpool er nú með 79 stig. Arsenal hefur sem stendur 66 stig.

Verði jafntefli getur Arsenal mest náð 79 stigum eins og Liverpool er með núna. Arsenal gæti þá tölfræðilega orðið meistari en hafa ber í huga að markatala Liverpool er tíu mörkum betri. Það má því segja að næsta víst yrði að Liverpool verði meistari ef jafntefli verður í London annað kvöld. En til að allt verði gulltryggt myndi Liverpool duga jafntefli til að tryggja sér titilinn á sunnudaginn.

Hvernig sem allt fer annað kvöld þá þýðir sigur Liverpool á sunnudaginn að öllum formsatriðum hefur verið fullnægt og Englandsmeistaratitillinn verður í höfn í 20. sinn í sögu félagsins. Ekki er annað boðlegt en að tryggja allt sem fyrst. Fyrsti tími er alltaf bestur!

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan