Niðurtalning - 2. kapítuli

Áfram heldur niðurtalningin og nú verða helstu afrek og met Liverpool í keppninni rakin. Af mörgu er að taka!
+ Liverpool hefur oftast allra félaga unnið Deildarbikarinn eða tíu sinnum.
+ Liverpool hefur 20 sinnum spilað í undanúrslitum keppninnar. Það er met í keppninni!
+ Liverpool er í úrslitum í 15. sinn. Það er met!
+ Liverpool vann keppnina 1981, 1982, 1983, 1984, 1995, 2001, 2003, 2012, 2022 og 2024.
+ Liverpool varð fyrsta liðið á Englandi sem náði að vinna stórtitil fjögur ár í röð eins og liðið gerði í Deildarbikarnum á árunum 1981 til 1984. Manchester City jafnaði þetta afrek frá 2018 til 2021.

+ Liverpool varð fyrsta liðið til að vinna stórtitil á Englandi eftir vítaspyrnukeppni. Liverpool lagði Birmingham City 5:4 í vítaspyrnukeppni í úrslitum Deildarbikarins 2001.
+ Þrír leikjahæstu leikmenn Liverpool í Deildarbikarnum eru þeir Ian Rush 78 leikir, Bruce Grobbelaar 70 leikir og Alan Hansen 68 leikir.
+ Þrír markahæstu leikmenn Liverpool í Deildarbikarnum eru þeir Ian Rush 48 mörk, Robbie Fowler 29 mörk og Kenny Dalglish 27 mörk.
+ Ian Rush hefur alls skorað 49 mörk í Deildarbikarnum sem er landsmet.
-
| Sf. Gutt
Hef ekki hugmynd! -
| Sf. Gutt
Fimm sinnum tuttugu! -
| Sf. Gutt
Goðsagnaleikur í uppsiglingu -
| Heimir Eyvindarson
Bakverðirnir mætast í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Trent klár um miðjan apríl -
| Sf. Gutt
Framgangan og úrslitin vonbrigði! -
| Sf. Gutt
Við munum koma sterkir til baka! -
| Sf. Gutt
Út um þúfur á Wembley! -
| Sf. Gutt
Búið að velja lið Liverpool -
| Sf. Gutt
Spáð í spilin