Af spjöldum sögunnar!

Í dag eru 20 ár liðin frá því eitt frægasta mark í sögu Livrerpool var skorað. Liverpool lék þá gegn gríska liðinu Olympiacos í síðustu umferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Liverpool þurfti tveggja marka sigur!
Brasilíumaðurinn Rivaldo kom gríska liðinu yfir með marki beint úr aukaspyrnu á 26. mínútu. Markið skildi liðin að í hálfleik og var útlitið alls ekki gott.

Florent Sinama-Pongolle kom inn sem varamaður í hálfleik og hann jafnaði leikinn eftir aðeins tvær mínútur. Liverpool sótti að Kop stúkunni í síðari hálfleik og sóknin var linnulaus. Þegar tíu mínútur voru eftir skoraði Neil Mellor en hann var aðeins búinn að vera inni á vellinum í tvær mínútur eftir að hann kom inn sem varamaður.

Betur mátti og allt varð fullkomnað á 86. mínútu. Jamie Carragher sendi fyrir frá vinstri á Neil sem skallaði boltann út á Steven Gerrard. Fyrirliðinn hitti boltann fullkomlega og hann söng í netinu við trylltan fögnuð innan vallar sem utan! Liverpool hafði með markinu náð tveggja marka forystu og þar með var settu marki náð til að liðið kæmist í útsláttarkeppnina.

Útsláttarkeppnin leiddi Liverpool svo alla leið til Miklagarðs í Tyrklandi þar sem Liverpool vann Evrópubikarinn í fimmta sinn. Markið sem Stveven fékk eftir Evrópubikarsigurinn á sig goðsagnakenndan blæ þar sem það kom Liverpool upp úr riðlinum þegar allt stefndi í óefni.
Steven Gerrard sagði á blaðamannafundi daginn fyrir leik að hann ætlaði sér ekki að vakna eftir leikinn við Olympiacos og vera í Evrópudeildinni. Hann ætlaði sér að vakna í Meistaradeildinni. Svo varð!
Hér að neðan er hægt að lesa nokkrar greinar um leikinn úr safni Liverpool.is.
Steven ánægður með varamennina.
-
| Sf. Gutt
Mun alltaf elska Liverpool! -
| Sf. Gutt
Óheppnasti leikmaður í heimi? -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Verðum að leggja harðar að okkur! -
| Sf. Gutt
Jeremine Frimpong meiddur -
| Sf. Gutt
Vildi sýna öllum virðingu -
| Sf. Gutt
Alisson meiddur -
| Sf. Gutt
Curtis með met! -
| Sf. Gutt
Stórsigur í Þýskalandi! -
| Sf. Gutt
Ryan Gravenberch meiddur

