| Sf. Gutt

Áramótakveðja frá Arne Slot!

Arne Slot sendi frá sér áramótkveðju í leikskrá Liverpool sem gefin var út fyrir leikinn við Leeds United. Í kveðjunni minnist hann á góðar og verri stundir ársins. 

,,Að lokum langar mig til að óska öllum stuðningsmönnum okkar gleðilegs nýs árs. Síðustu tólf mánuðir hafa verið eftirminnilegir fyrir okkur. Bæði fyrir bestu hugsanlegar minningar en líka fyrir slæmar stundir. En þið stóðuð við bakið á okkur hverja stund. Fyrir þann stuðning verð ég alltaf innilega þakklátur. Þess vegna óska ég ykkur alls hins besta á árinu 2026. Þið eigið það sannarlega skilið."

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan