| Sf. Gutt

Jólafrí!

Aldrei þessu vant fá leikmenn Liverpool frí á jóladegi. Það kemur til af óvenjulegri ástæðu. En leikmenn eru bara ánægðir með að geta verið heima hjá fjölskyldum sínum.

Annar í jólum er hefðbundinn leikdagur í ensku knattspyrnunni og hefur verið svo svo lengi sem elstu menn muna. Reyndar er leikið á öðrum degi jóla í öllum deildum en það er bara einn leikur í efstu deild á morgun. Aðalástæðan fyrir því að einungis einn leikur er í efstu deild á þessum hefðbundna leikdegi er sú að annar dagur jóla er á föstudegi og þriðji dagur jóla verður því aðaljólaleikdagurinn í ár. 

Vissulega hefði verið hægt að hafa æfingadag hjá Liverpool í dag. En Arne Slot ákvað að gefa leikmönnum sínum kærkomið jólafrí. 

Virgil van Dijk, fyrirliði Liverpool, hefur alls ekkert á móti því að fá frí á jóladag til tilbreytingar. ,,Þetta er mjög óvenjulegt. Ég held að þetta hafi aldrei gerst fyrr frá því ég byrjaði að spila í Úrvalsdeildinni. Ég ætla mér að njóta þess til fullnustu að geta verið heima með fjölskyldunni á jólahátíðinni. Að njóta samvista með fjölskyldunni og vera heilbrigður er það mikilvægasta í lífinu."

Gleðileg jól!

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan