Leikjatilfærslur

Búið er að tímasetja leiki Liverpool í fyrsta mánuði ársins. Hér er listi leikjanna með nýjum tímasetningum. Gott að vita þetta ef verið að velta ferðalögum fyrir sér.
Fyrsti útileikur nýs árs verður á móti Fulham í London á morgun klukkan þrjú.

Liverpool mætir sjálfu toppliði Arsenal í höfuðborginni fimmtudagskvöldið 8. janúar. Flautað verður til leiks klukkan átta.

Að kvöldi mánudagsins 12. janúar kemur Barnsley til Anfield í 3. umferð FA bikarsins. Leikurinn hefst þegar klukkuna vantar 15 mínútur í átta.
Laugardaginn 17. janúar fær Liverpool Burnley í heimsókn. Leikurinn hefst á hefðbundnum leiktíma eða klukkan þrjú eftir hádegi.

Miðvikudagskvöldið 21. janúar tekst Liverpool á við franska liðið Marseille suður við Miðjarðarhafið. Þetta er síðasti útileikurinn í deildarkeppni Meistaradeildarinnar. Rimman hefst klukkan átta.
Liverpool mætir Bournemouth á útivelli laugardaginn 24. janúar. Leikurinn hefst klukkan hálf sex.

Meistaradeildarkeppninni lýkur á Anfield klukkan átta að kvöldi miðvikudagsins 28. janúar. Qarabag frá Aserbaísjan kemur þá í heimsókn til Liverpool.
Síðasti leikur Liverpool í janúar fer fram á síðasta kvöldi mánaðarins. Liverpool og Newcastle United ganga þá á hólm á Anfield Road.
Allar tímasetningar eru að íslenskum og breskum tíma. Sami tími er á þessum eyjum yfir háveturinn.
-
| Sf. Gutt
Virgil lítur um öxl -
| Sf. Gutt
Hundrað sinnum haldið hreinu! -
| Sf. Gutt
Áramótakveðja frá Arne Slot! -
| Sf. Gutt
Áramótakveðjur! -
| Sf. Gutt
Af Afríkukeppninni -
| Sf. Gutt
Jólafrí! -
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Heimir Eyvindarson
Stjórnaðu spurningakeppni um Liverpool -
| Sf. Gutt
Alexander Isak frá næstu mánuði -
| Sf. Gutt
Jeremie Frimpong búinn að ná sér

