Hundrað sinnum haldið hreinu!

Alisson Becker náði þeim áfanga gegn Leeds United á nýársdag að halda marki sínu hreinu í 100. skipti. Merkilegt afrek hjá brasilíska landsliðsmarkmanninum.

Þegar flautað var til leiksloka í markalausum leik Liverpool og Leeds á Anfield Road gekk Alisson af velli í 100. sinn eftir að hafa haldið marki sínu hreinu á ferli sínum hjá Liverpool. Þetta afrekaði Brasilíumaðurinn í 243 leikjum. Tekið skal fram að hér er aðeins um deildarleiki að ræða.

Efstur á listanum yfir að hafa oftast haldið hreinu eftir að Úrvalsdeildin var sett á stofn er Tékkinn Petr Cech sem lék með Chelsea og Arsenal. Hann hélt 202 sinnum hreinu. David James er annar með 169 leiki. Jose Reina er í sjöunda sæti með 136 leiki. Brad Friedel er tíunda sæti með 132 skipti. Alisson Becker er 18. í röðinni. David, Jose og Brad spiluðu hluta af leikjum sínum með Liverpool.
-
| Sf. Gutt
Virgil lítur um öxl -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Áramótakveðja frá Arne Slot! -
| Sf. Gutt
Áramótakveðjur! -
| Sf. Gutt
Af Afríkukeppninni -
| Sf. Gutt
Jólafrí! -
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Heimir Eyvindarson
Stjórnaðu spurningakeppni um Liverpool -
| Sf. Gutt
Alexander Isak frá næstu mánuði -
| Sf. Gutt
Jeremie Frimpong búinn að ná sér

