| Sf. Gutt

Gleði og sorg

Margir líta um öxl við áramót og Virgil van Dijk, fyrirliði Liverpool, gerði það líka núna um áramótin. Hann segist aldrei munu gleyma árinu sem leið. 

,,Ég mun aldrei gleyma árinu 2025. Innan vallar naut ég sigursældar með sigri í Úrvalsdeildinni og með því að tryggja sæti í Heimsmeistarakeppninni. Við nutum samverustunda sem við munum aldrei gleyma. Fjölmargir hápunktar. Gleðistundir og afrek sem við getum verið stoltir af."

,,En á árinu 2025 upplifðum við líka ólýsanlega sorg. Við misstum Jots bróður okkar. Hann var ekki bara liðsfélagi í knattspyrnuliði. Við finnum fyrir því alla daga að hann er ekki lengur á meðal okkar. Fráfall hans breytti okkur öllum til allrar framtíðar."

,,Mig langar að óska ykkur öllum hamingju, góðrar heilsu, friðar, ástar, jákvæðni og velgengni fyrir árið 2026."

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan