Alexander Isak frá næstu mánuði

Alexander Isak verður frá leik næstu mánuði. Hann fótbrotnaði eftir harða atlögu leikmanns Tottenham á laugardaginn um leið og hann skoraði fyrra mark Liverpool í 1:2 sigri. Óhætt er að segja að Svíinn hafi verið sérstaklega óheppinn.
Florian Wirtz lagði boltann fram á Isak sem sendi boltann í netið. Um leið og hann skoraði fór Micky van de Ven mjög harkalega í Alexander. Þetta var síðasta snerting Alexander í leiknum en hann var studdur af velli eftir að hugað var að honum.
Jafnvel var talið að um krossbandaslit væri að ræða en sem betur fer var ekki svo. Svíinn braut dálkbein og fór í aðgerð í dag. Óvíst er hversu lengi Alexander verður frá en ljóst er að um nokkra mánuði er að ræða.
Alexander hefur átt erfitt uppdráttar hjá Liverpool. Þetta var aðeins þriðja mark hans fyrir Liverpool. Nú er að vona að brotið grói vel og hann komi sterkur til leiks hvenær sem það verður.
-
| Heimir Eyvindarson
Stjórnaðu spurningakeppni um Liverpool -
| Sf. Gutt
Jeremie Frimpong búinn að ná sér -
| Sf. Gutt
Virgil van Dijk í úrvalslið í fimmta sinn! -
| Sf. Gutt
Dómur upp kveðinn -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Mohamed fer til Marokkó -
| Sf. Gutt
Engin vandamál! -
| Sf. Gutt
Cody Gakpo meiddur -
| Sf. Gutt
Hvað gerist næst? -
| Sf. Gutt
Sætur sigur á San Siro!

