Af Afríkukeppninni

Egyptaland hefur lokið leikjum sínum í riðlakeppni Afríkukeppninnar. Mohamed Salah hefur ekki látið sitt eftir liggja og nú þegar er hann kominn með tvö mörk í keppninni.
Í fyrsta leik síns riðils, daginn fyrir Þorláksmessu, mætti Egyptaland Simbabve. Egyptar lentu undir í fyrri hálfleik en Omar Marmoush, leikmaður Manchester City, jafnaði í þeim seinni. Allt stefndi í jafntefli þegar komið var fram í viðbótartíma en þá tók Mohamed til sinna ráða og skoraði sigurmarkið í leiknum.

Á öðrum degi jóla léku Egyptar við Suður Afríku. Aftur réði Mohamed úrslitum. Hann skoraði eina markið í leiknum úr víti, á 45. mínútu, með því að lyfta boltanum og láta hann svífa í mitt markið. Frábært víti!
Í dag skildu Egyptaland og Angóla jöfn án marka. Mohamed fékk kærkomið frí þar sem Egyptar voru komnir áfram úr riðlinum fyrir leikinn.
-
| Sf. Gutt
Jólafrí! -
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Heimir Eyvindarson
Stjórnaðu spurningakeppni um Liverpool -
| Sf. Gutt
Alexander Isak frá næstu mánuði -
| Sf. Gutt
Jeremie Frimpong búinn að ná sér -
| Sf. Gutt
Virgil van Dijk í úrvalslið í fimmta sinn! -
| Sf. Gutt
Dómur upp kveðinn -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Mohamed fer til Marokkó -
| Sf. Gutt
Engin vandamál!

