| Sf. Gutt

Af Afríkukeppninni

Egyptaland hefur lokið leikjum sínum í riðlakeppni Afríkukeppninnar. Mohamed Salah hefur ekki látið sitt eftir liggja og nú þegar er hann kominn með tvö mörk í keppninni. 

Í fyrsta leik síns riðils, daginn fyrir Þorláksmessu, mætti Egyptaland Simbabve. Egyptar lentu undir í fyrri hálfleik en Omar Marmoush, leikmaður Manchester City, jafnaði í þeim seinni. Allt stefndi í jafntefli þegar komið var fram í viðbótartíma en þá tók Mohamed til sinna ráða og skoraði sigurmarkið í leiknum. 

Á öðrum degi jóla léku Egyptar við Suður Afríku. Aftur réði Mohamed úrslitum. Hann skoraði eina markið í leiknum úr víti, á 45. mínútu, með því að lyfta boltanum og láta hann svífa í mitt markið. Frábært víti!

Í dag skildu Egyptaland og Angóla jöfn án marka. Mohamed fékk kærkomið frí þar sem Egyptar voru komnir áfram úr riðlinum fyrir leikinn. 

Egyptaland vann riðil sinn með sjö stig. Suður Afríka fylgir Faraóunum áfram eftir að hafa hlotið sex stig. Riðlakeppni Afríkukeppninnar lýkur á gamlársdag. Þá liggur fyrir hvaða þjóð Egyptar mæta í 16 liða úrslitum. 

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan