Stóð sannarlega undir væntingum!
Federico Chiesa er búinn að taka sín fyrstu skref hjá Liverpool. Þegar hann kom til Liverpool sagðist hann ekki geta beðið eftir að spila á Anfield Road. Svo dæmi sé tekið bað hann konuna sína að spila You’ll Never Walk Alone þegar þau voru að fljúga yfir Liverpool borg í fyrsta sinn og sáu Anfield. Hann kom inn sem varamaður á móti Bournemouth um síðustu helgi eftir að hafa leikið sinn fyrsta leik gegn AC Milan.
Eftir leikinn gegn Bournemouth var Ítalinn spurður hvort að spila á Anfield hafi staðið undir væntingum hans. ,,Já, já, já! Sannarlega stóð það allt undir væntingum. Að heyra You’ll Never Walk Alone í fyrsta sinn sem ég sat á bekknum var alveg stórkostleg upplifun."
Federico Chiesa er búinn að spila þrjá leiki með Liverpool. Nú þegar er hann kominn með eina stoðsendingu. Vonandi gengur honum vel að fóta sig í ensku knattspyrnunni.
-
| Sf. Gutt
Enn þokast Mohamed Salah upp listann! -
| Sf. Gutt
Cody Gakpo gerir nýjan samning! -
| Sf. Gutt
Meistaradeildarhópur Liverpool staðfestur! -
| Sf. Gutt
Fyrsta æfingin! -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Af lánsmönnum -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Áhættunnar virði! -
| Sf. Gutt
Búið að dagsetja Evrópuleikina -
| Sf. Gutt
Harvey Elliott lánaður