| Sf. Gutt

Nýr varabúningur


Nýr varabúningur Liverpool var vígður þegar Liverpool mætti Manchester United í æfingaleik í Bandaríkjunum á laugardagskvöldið. Búningurinn var opinberlega kynntur til sögunnar daginn áður. 

Búningurinn er sagður skógardökkur að lit. Liturinn telst til jarðarlita og er lýst sem dökk grænum. Fremst á ermunum er blægrænn litur. Buxurnar eru í sama lit og treyjan og sama má segja um sokkana. Á þeim eru hvítar og grænbláar rendur. Á myndinni að ofan er Ryan  Gravenberch í nýja búningnum í leiknum við Manchester United sem Liverpool vann 3:0.


Liverpool hefur áður notað græna og blágræna liti í búningum sínum. Nýi búningurinn minnir talsvert á þriðja búning liðsins á keppnistímabilinu 2019/20 þegar liðið varð Englandsmeistari. Vonandi veit þessi búningur á gott!

Hér er hægt
að sjá búninginn í nærmynd og smáatriðum. 

Hægt er að panta búninginn í vefverslun Liverpool hér á Liverpoolfc.com.


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan