| Sf. Gutt
Pep Lijnders nánasti aðstoðarmaður Jürgen Klopp hefur verið ráðinn í nýtt starf sem hann fer í eftir keppnistímabilið. Hann tekur við sem framkvæmdastjóri austurríska liðsins Red Bull Salzburg. Liðið hefur verið yfirburðalið í Austurríki síðasta áratuginn. Liðið hefur unnið deildina síðustu tíu árin og bikarkeppnina átta sinnum á því árabili.
Pep kom til Liverpool, sem unglingaþjálfari, 2014 þegar Brendan Rodgers var framkvæmdastjóri. Hann fór ári seinna að vinna við þjálfun aðalliðsins. Pep hélt áfram hjá félaginu þegar Jürgen tók við af Brendan haustið 2015.
Í byrjun ársins 2018 tók Pep við sem framkvæmdastjóri NEC Nijmegen sem þá var í næst efstu deild í heimalandi hans. Hann stoppaði stutt við þar og missti starf sitt hjá hollenska liðinu þá um sumarið og kom aftur til starfa hjá Liverpool. Hann varð þá nánasti aðstoðarmaður Jürgen Klopp og hefur verið við hlið Þjóðverjans þegar allir titlar á valdatíð hans unnust.
Portúgalinn Vitor Matos fer með Pep til Austurríkis. Hann hefur verið einn nánasti samstarfsmaður Jürgen frá því hann kom frá Porto haustið 2019. Þeir Vitor og Pep eru lengst til vinstri og hægri á myndinni að ofan.
Þegar Jürgen Klopp tilkynnti um brottför sína frá Liverpool var greint frá því að helstu aðstoðarmenn hans myndu fara. Þeir Pep og Vitor halda nú saman á braut.
TIL BAKA
Pep Lijnders kominn með starf

Pep Lijnders nánasti aðstoðarmaður Jürgen Klopp hefur verið ráðinn í nýtt starf sem hann fer í eftir keppnistímabilið. Hann tekur við sem framkvæmdastjóri austurríska liðsins Red Bull Salzburg. Liðið hefur verið yfirburðalið í Austurríki síðasta áratuginn. Liðið hefur unnið deildina síðustu tíu árin og bikarkeppnina átta sinnum á því árabili.
Pep kom til Liverpool, sem unglingaþjálfari, 2014 þegar Brendan Rodgers var framkvæmdastjóri. Hann fór ári seinna að vinna við þjálfun aðalliðsins. Pep hélt áfram hjá félaginu þegar Jürgen tók við af Brendan haustið 2015.

Í byrjun ársins 2018 tók Pep við sem framkvæmdastjóri NEC Nijmegen sem þá var í næst efstu deild í heimalandi hans. Hann stoppaði stutt við þar og missti starf sitt hjá hollenska liðinu þá um sumarið og kom aftur til starfa hjá Liverpool. Hann varð þá nánasti aðstoðarmaður Jürgen Klopp og hefur verið við hlið Þjóðverjans þegar allir titlar á valdatíð hans unnust.

Portúgalinn Vitor Matos fer með Pep til Austurríkis. Hann hefur verið einn nánasti samstarfsmaður Jürgen frá því hann kom frá Porto haustið 2019. Þeir Vitor og Pep eru lengst til vinstri og hægri á myndinni að ofan.
Þegar Jürgen Klopp tilkynnti um brottför sína frá Liverpool var greint frá því að helstu aðstoðarmenn hans myndu fara. Þeir Pep og Vitor halda nú saman á braut.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hvað verður um Darwin? -
| Sf. Gutt
Sóknarmenn í sigtinu! -
| Sf. Gutt
Er ókyrrð í mönnum? -
| Sf. Gutt
Númer 20 lagt til hliðar -
| Sf. Gutt
Minningarorð Virgil van Dijk -
| Sf. Gutt
Aftur til æfinga -
| Sf. Gutt
Minningarorð Arne Slot -
| Sf. Gutt
Í minningu Diogo Jota -
| Sf. Gutt
Bræðurnir Diogo og André bornir til grafar -
| Sf. Gutt
Diogo Jota látinn
Fréttageymslan