| Sf. Gutt
Búið er að raða niður deildarleikjum Liverpool sem eftir eiga að fara fram í apríl. Um er að ræða fjóra leiki. Að auki leikur Liverpool í Evrópudeildinni.
Næsta sunnudag, 14. apríl, mætir Liverpool Crystal Palace á Anfield Road. Leikurinn hefst klukkan eitt.
Næsti deildarleikur er við Fulham í London og fer hann fram sunnudaginn 21. apríl. Leikurinn hefst klukkan hálf fjögur.
Næst er komið að seinni grannaslag Liverpool og Everton á þessari leiktíð. Hann verður á Goodison Park miðvikudagskvöldið 24. apríl. Flautað verður til leiks klukkan sjö.
Liverpool á svo þriðja útileikinn í röð laugardaginn 27. apríl. Leikið verður við West Ham United og byrjar leikurinn klukkan hálf tólf.
Tekið skal fram að tímasetningar eru að íslenskum tíma. Eins skal minnt á að það er kominn sumartími á Bretlandseyjum.
TIL BAKA
Leikjatilfærslur

Búið er að raða niður deildarleikjum Liverpool sem eftir eiga að fara fram í apríl. Um er að ræða fjóra leiki. Að auki leikur Liverpool í Evrópudeildinni.
Næsta sunnudag, 14. apríl, mætir Liverpool Crystal Palace á Anfield Road. Leikurinn hefst klukkan eitt.

Næsti deildarleikur er við Fulham í London og fer hann fram sunnudaginn 21. apríl. Leikurinn hefst klukkan hálf fjögur.
Næst er komið að seinni grannaslag Liverpool og Everton á þessari leiktíð. Hann verður á Goodison Park miðvikudagskvöldið 24. apríl. Flautað verður til leiks klukkan sjö.
Liverpool á svo þriðja útileikinn í röð laugardaginn 27. apríl. Leikið verður við West Ham United og byrjar leikurinn klukkan hálf tólf.
Tekið skal fram að tímasetningar eru að íslenskum tíma. Eins skal minnt á að það er kominn sumartími á Bretlandseyjum.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Jeremie Frimpong búinn að ná sér -
| Sf. Gutt
Virgil van Dijk í úrvalslið í fimmta sinn! -
| Sf. Gutt
Dómur upp kveðinn -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Mohamed fer til Marokkó -
| Sf. Gutt
Engin vandamál! -
| Sf. Gutt
Cody Gakpo meiddur -
| Sf. Gutt
Hvað gerist næst? -
| Sf. Gutt
Sætur sigur á San Siro! -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum
Fréttageymslan

