| Sf. Gutt
Páskaupprisan á móti Brighton markaði tímamót hjá Liverpool á seinni árum. Liðið setti met í endurkomusigrum í deildarleikjum á einu keppnistímabili.
Brighton komst marki yfir eftir nokkur andartök þegar Danny Welbeck skoraði. Luiz Días jafnaði fyrir hlé og Mohamed Salah skoraði sigurmark Liverpool í síðari hálfleik. Liverpool hélt fengnum hlut og vann góðan endurkomusigur. Þetta var í sjöunda sinn á keppnistímabilinu sem Liverpool snýr tapstöðu í sigur. Það er met. Reyndar skal tekið fram að hér er aðeins átt við keppnistímabil í Úrvalsdeildinni. Hugsanlega er til eldra met því knattspyrnan hófst ekki 1992!
Sem fyrr segir var þetta sjöunda endurkoman sem hefur gefið sigur. Gamla metið var sex skipti frá leiktíðunum 2020/21, 2019/20 og 2008/09. Liðið gæti bætt þetta nýja mat því níu deildarleikir eru eftir af keppnistímabilinu.
Af þessum fjórum leiktíðum var Jürgen Klopp framkvæmdastjóri Liverpool á þremur þeirra. Rafael Benítez var framkvæmdastjóri á leiktíðinni 2008/09.
Eins og áður kemur fram er hér aðeins um deildarleiki að ræða. Liverpool hefur líka snúið tapi í sigur í öðrum keppnum á þeim sparktíðum sem um ræðir.
Vonandi vinnur Liverpool sína sigra með því að komast yfir það sem eftir er. Endurkomusigrarnir eru vissulega sætari en hinir fara betur með taugakerfið!
TIL BAKA
Met í endurkomusigrum!
Páskaupprisan á móti Brighton markaði tímamót hjá Liverpool á seinni árum. Liðið setti met í endurkomusigrum í deildarleikjum á einu keppnistímabili.
Brighton komst marki yfir eftir nokkur andartök þegar Danny Welbeck skoraði. Luiz Días jafnaði fyrir hlé og Mohamed Salah skoraði sigurmark Liverpool í síðari hálfleik. Liverpool hélt fengnum hlut og vann góðan endurkomusigur. Þetta var í sjöunda sinn á keppnistímabilinu sem Liverpool snýr tapstöðu í sigur. Það er met. Reyndar skal tekið fram að hér er aðeins átt við keppnistímabil í Úrvalsdeildinni. Hugsanlega er til eldra met því knattspyrnan hófst ekki 1992!
Sem fyrr segir var þetta sjöunda endurkoman sem hefur gefið sigur. Gamla metið var sex skipti frá leiktíðunum 2020/21, 2019/20 og 2008/09. Liðið gæti bætt þetta nýja mat því níu deildarleikir eru eftir af keppnistímabilinu.
Af þessum fjórum leiktíðum var Jürgen Klopp framkvæmdastjóri Liverpool á þremur þeirra. Rafael Benítez var framkvæmdastjóri á leiktíðinni 2008/09.
Eins og áður kemur fram er hér aðeins um deildarleiki að ræða. Liverpool hefur líka snúið tapi í sigur í öðrum keppnum á þeim sparktíðum sem um ræðir.
Vonandi vinnur Liverpool sína sigra með því að komast yfir það sem eftir er. Endurkomusigrarnir eru vissulega sætari en hinir fara betur með taugakerfið!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Það var fyrir níu árum! -
| Sf. Gutt
Jarell Quansah gerir nýjan samning -
| Sf. Gutt
Alisson meiddur -
| Sf. Gutt
Áfram á toppnum! -
| Sf. Gutt
Federico meiddur -
| Sf. Gutt
Arne Slot setur nýtt félagsmet! -
| Sf. Gutt
Hinsta ferð Ron Yeats -
| Sf. Gutt
Er ekkert að spá í stigatöfluna! -
| Sf. Gutt
Arne Slot setur nýtt félagsmet! -
| Sf. Gutt
Stóð sannarlega undir væntingum!
Fréttageymslan