| Sf. Gutt

Úr leik!

Liverpool féll út úr Unglingabikarkeppninni í gærkvöldi. Það er hið versta mál að komast ekki lengra í keppninni að fyrstu hindrun. Þessi leikur var í þriðju umferð en Liverpool kom inn í keppnina í þessari umferð. 

Liverpool var á heimavelli gegn Charlton Athletic en það kom ekki í veg fyrir að gestirnir skoruðu tvö mörk fyrir hlé. Jack Belton og Ellis McMillan skoruðu. Bradley Tagoe bætti svo við marki í síðari hálfleik. Þá kom loksins að því að Liverpool komst í gang. Josh Sonni-Lambie og Finn Inglethorpe minnkuðu muninn í 2:3 en lengra komst Liverpool ekki og féll þar með úr leik.

Liverpool: Bernard, O'Connor, Powney Wain (Inglethorpe, 46), Esdaille (Owen, 70), Clarke, Murray-Holme, Bradshaw, Upton, Sonni-Lambie, Ayman og Lee Forrster. Ónotaðir varamenn: M. Wright, Hickman, Farkas og Martin.

Félög senda leikmenn undir 18 ára í keppnina. 

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan