| Sf. Gutt

Jeremie Frimpong búinn að ná sér

Jeremie Frimpong er búinn að ná sér af meiðslum og getur spilað á móti Tottenham Hotspur síðdegis á morgun. Hann er búinn að vera frá vegna meiðsla síðustu vikurnar.

Joe Gomez fór meiddur af velli á móti Brighton um síðustu helgi og er kominn á meiðslalistann illræmda. Cody Gakpo er áfram frá eins og um síðustu helgi.

Dominik Szoboszlai var eitthvað stirður eftir leikinn við Brighton. Hann ætti að geta verið með á morgun. Það er þó ekki alveg víst.

Conor Bradley verður til taks. Norður Írinn sat af sér eins leiks leikbann um síðustu helgi. 

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan