| Sf. Gutt

Dómur upp kveðinn

Í gær var kveðinn upp dómur í máli mannsins sem ók stjórnlaust inn á svæði sem fólk var á heimleið eftir skrúðgöngu Liverpool um borgina í tilefni af Englandsmeistaratitlinum. Rúmlega 100 manns slösuðust meira og minna. Að auki varð fjöldi fólks fyrir áföllum og andlegum óþægindum. Engin lést og má segja að það hafi verið fyrir náð og miskunn að enginn skyldi látast. 

Svona var atburðarásinni lýst á Liverpool.is þriðjudagskvöldið 27. maí. ,,Bíll komst inn á lokað svæði í þvergötunni, Water street, sem liggur að The Strand, sem er aðalgatan í gegnum borgina. All nokkrir vegfarandur urðu fyrir bílnum sem var ekið af stjórnleysi um svæði það sem fjöldi fólks var á leið á brott eftir skrúðgönguna. Fyrir utan að fólk slasaðist greip um sig ótti og örvænting hjá fólkinu sem var næst atburðarásinni. Eins var fólk vítt um borgina óttaslegið þegar fréttir af atvikinu bárust út."

Ákærði heitir Paul Doyle og er 54 ára gamall. Henn fékk 31 ákæru á sig og játaði sök í öllum ákæruliðum. Paul fékk dóm um 21. og hálfs árs fangelsi. 

Hér má lesa frétt um dóminn á Liverpoolfc.com.

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan