| Sf. Gutt

Af stórkeppnum

Álfukeppnunum í Afríku og Asíu lauk um helgina. Fulltrúar Liverpool unnu ekki til verðlauna eins og reyndar lá fyrir fyrir nokkru síðan.

Leikið var til úrslita í Asíukeppninni í gær. Katar mætti Jórdaníu. Akram Afif skoraði öll mörkin og komu þau hvert og eitt úr vítaspyrnum. Yazan Al-Naimat jafnaði metin í 1:1 í síðari hálfleik. Úrslitakeppnin fór fram í Katar og því unnu heimamenn keppnina. Katar varði titil sinn frá 2019 og eru þetta sigrar þeirra á mótinu frá upphafi. Nokkur uppreist æru Katara eftir slaka framgöngu á HM á heimavelli sínum.

Wataru Endu lék alla leiki Japans í Asíukeppninni. Liðið komst bara í átta liða úrslit sem var ekki jafn langt og fyrirfram var talið. 


Úrslitaleikur Afríkumótsins fór fram á Fílabeinsströndinni í kvöld. Heimamenn mættu Nígeríu. William Troost-Ekong kom Nígeríu yfir í fyrri hálfleik. Franck Kessié jafnaði eftir hlé áður en Sebastian Haller skoraði sigurmarkið við trylltan fögnuð heimamanna. Þetta var þriðji sigur Fílabeinsstrandarinnar í Afríkukeppninni. Suður Afríka fékk brons eftir að hafa unnið Kongó 6:5 í vítakeppni eftir markalausan leik. 

Mohamed Salah var í liði Egyptalands en meiddist í riðlakeppninni. Hann skoraði þó eitt mark. Mohamed er ekki farinn að spila aftur eftir meiðslin sem hann varð fyrir. Egyptaland féll úr leik í 16 liða úrslitum.

Þeir Sadio Mané og Naby Keita spiluðu með sínum landsliðum á mótinu. Senegal hafði titil að velja.  

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan