| Sf. Gutt
Darwin Núnez hefur að margra áliti ekki staðið undir væntingum eftir að hann kom til Liverpool frá Benfica. Hann segir það hafa verið mikla og erfiða breytingu að fara úr portúgölsku knattspyrnunni í þá ensku.
,,Þetta er mikil breyting. Deildin hérna er miklu sterkari og það er meiri samkeppni í henni. Ég gerði mér ekki grein fyrir því að deildin væri svona sterk. Á sama tíma finnst mér þetta mjög spennandi. Það eru engin slök lið í deildinni og það er rík ástæða fyrir því að þau eiga sæti í henni. Knattspyrnan hérna er miklu erfiðari en í Portúgal og samkeppnin miklu meiri."
En Darwin Núnez er bjartsýnn þrátt fyrir erfiða byrjun. Hann horfir til reynslu landa síns Luis Suarez sem gekk ekki vel á sinni fyrstu leiktíð hjá Liverpool. En á þeirri næstu sprakk hann út. Ég mun leggja mig allan fram og svo vona ég að ég hafi heppnina með mér."
,,Ég held að þetta verði eins og mér og Suarez. Hann sprakk út á öðru ári sínu hérna. Reyndar gerðist það sama hjá mér á mínu fyrsta keppnistímabili hjá Benfica. Mér gekk illa fyrsta árið en svo fór allt í gang."
Reyndar má segja að Darwin sé búinn að standa sig þokkalega. Hann er búinn að skora tíu mörk. Reyndar hefur hann misnotað mörg mjög góð færi. Hann er þó að berjast eins og ljón og koma sér í færi. Vonandi springur hann almennilega út ekki seinna en á næsta keppnistímabili.
TIL BAKA
Mikil og erfið breyting!

Darwin Núnez hefur að margra áliti ekki staðið undir væntingum eftir að hann kom til Liverpool frá Benfica. Hann segir það hafa verið mikla og erfiða breytingu að fara úr portúgölsku knattspyrnunni í þá ensku.
,,Þetta er mikil breyting. Deildin hérna er miklu sterkari og það er meiri samkeppni í henni. Ég gerði mér ekki grein fyrir því að deildin væri svona sterk. Á sama tíma finnst mér þetta mjög spennandi. Það eru engin slök lið í deildinni og það er rík ástæða fyrir því að þau eiga sæti í henni. Knattspyrnan hérna er miklu erfiðari en í Portúgal og samkeppnin miklu meiri."
En Darwin Núnez er bjartsýnn þrátt fyrir erfiða byrjun. Hann horfir til reynslu landa síns Luis Suarez sem gekk ekki vel á sinni fyrstu leiktíð hjá Liverpool. En á þeirri næstu sprakk hann út. Ég mun leggja mig allan fram og svo vona ég að ég hafi heppnina með mér."

,,Ég held að þetta verði eins og mér og Suarez. Hann sprakk út á öðru ári sínu hérna. Reyndar gerðist það sama hjá mér á mínu fyrsta keppnistímabili hjá Benfica. Mér gekk illa fyrsta árið en svo fór allt í gang."

Reyndar má segja að Darwin sé búinn að standa sig þokkalega. Hann er búinn að skora tíu mörk. Reyndar hefur hann misnotað mörg mjög góð færi. Hann er þó að berjast eins og ljón og koma sér í færi. Vonandi springur hann almennilega út ekki seinna en á næsta keppnistímabili.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Fjögur lið í boði! -
| Sf. Gutt
Stórsigur og öruggt áframhald! -
| Sf. Gutt
Einn miðvörður til taks! -
| Sf. Gutt
Svona er staðan! -
| Sf. Gutt
Sorgarfréttir -
| Sf. Gutt
Góð uppskera suður við Miðjarðarhaf! -
| Sf. Gutt
Mohamed kominn til baka! -
| Sf. Gutt
Af leikmannamálum -
| Sf. Gutt
Af Afríkukeppninni -
| Sf. Gutt
Til hamingju!
Fréttageymslan

