| Sf. Gutt
Leikmenn Liverpool hafa verið á ferð og flugi síðustu daga við að spila landsleiki. Þrír hafa skorað mörk það sem af er landsleikjahrinurnar.
Virgil van Dijk skoraði sigurmark Hollendinga sem unnu granna sína Belgíu 1:0 í kvöld. Fyrirliðinn skoraði með fallegum skalla eftir horn. Dirk hafði líka spilað á móti Póllandi í leik sem Holland vann 2:0. Hollendingar eru komnir áfram í Þjóðadeildinni.
Í gærkvöldi skoraði Diogo Jota fyrir Portúgal sem vann Tékkland 4:0. Gott að Diogo sé kominn á blað á leiktíðinni.
Luiz Díaz spilaði í 4:1 sigri Kólumbíu á móti Gvatemala.
Mohamed Salah skoraði tvö mörk þegar Egyptaland vann Níger 3:0 á föstudaginn. Annað markið var úr víti. Landsliðsþjálfari Eygta gaf Mohamed og nokkrum öðrum frí í seinni landsleiknum sem er á dagskrá. Það er auðvitað hið besta mál.
Alisson Becker stóð í marki Brasilíu sem vann Gana 3:0. Fabinho Tavarez kom inn af bekknum en Roberto Firmino var á honum allan leikinn.
TIL BAKA
Landsleikjafréttir

Leikmenn Liverpool hafa verið á ferð og flugi síðustu daga við að spila landsleiki. Þrír hafa skorað mörk það sem af er landsleikjahrinurnar.
Virgil van Dijk skoraði sigurmark Hollendinga sem unnu granna sína Belgíu 1:0 í kvöld. Fyrirliðinn skoraði með fallegum skalla eftir horn. Dirk hafði líka spilað á móti Póllandi í leik sem Holland vann 2:0. Hollendingar eru komnir áfram í Þjóðadeildinni.
Í gærkvöldi skoraði Diogo Jota fyrir Portúgal sem vann Tékkland 4:0. Gott að Diogo sé kominn á blað á leiktíðinni.

Luiz Díaz spilaði í 4:1 sigri Kólumbíu á móti Gvatemala.
Mohamed Salah skoraði tvö mörk þegar Egyptaland vann Níger 3:0 á föstudaginn. Annað markið var úr víti. Landsliðsþjálfari Eygta gaf Mohamed og nokkrum öðrum frí í seinni landsleiknum sem er á dagskrá. Það er auðvitað hið besta mál.
Alisson Becker stóð í marki Brasilíu sem vann Gana 3:0. Fabinho Tavarez kom inn af bekknum en Roberto Firmino var á honum allan leikinn.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Enn þokast Mohamed Salah upp listann! -
| Sf. Gutt
Cody Gakpo gerir nýjan samning! -
| Sf. Gutt
Meistaradeildarhópur Liverpool staðfestur! -
| Sf. Gutt
Fyrsta æfingin! -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Af lánsmönnum -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Áhættunnar virði! -
| Sf. Gutt
Búið að dagsetja Evrópuleikina -
| Sf. Gutt
Harvey Elliott lánaður
Fréttageymslan