| Sf. Gutt
Darwin Núñez er á leið til Liverpool frá Benfica samkvæmt fréttum traustra vefmiðla. Bæði Liverpool Echo og BBC greina frá því að búið sé að ganga frá samningum milli Darwin og Liverpool. Hann hefur verið sterklega orðaður við Liverpool í allt sumar.
Darwin gæti orðið dýrasti leikmaður félagsins. Hermt er að Liverpool borgi 63 milljónir punda fyrir framherjann og svo gæti allt að 21 milljón bæst við í ákvæðum. Vrigil van Dijk er dýransti leikmaður Liverpool hingað til. Liverpool borgaði 75 milljónir punda fyrir hann þegar hann var keyptur frá Southampton.
Darwin er frá Úrúgvæ. Hann kom til Benfica 2020. Hann hefur skorað 48 mörk fyrir portúgalska liðið í 85 leikjum. Darwin skoraði í báðum leikjum Liverpool og Benfica í Meistaradeildinni í leiktíðinni. Áður lék hann með Penarol og Almería í heimalandi sínu. Hann varð landsmeistari með Penarol 2017 og 2018. Darwin hefur leikið 11 landsleiki og skorað tvö mörk.
Samkvæmt fréttum á Darwin eftir að fara í læknisskoðun. Flest annað mun vera frágengið. Miðað við féttir dagsins ættu félagaskiptin að vera staðfest á allra næstu dögum.
TIL BAKA
Darwin Núñez á leið til Liverpool

Darwin Núñez er á leið til Liverpool frá Benfica samkvæmt fréttum traustra vefmiðla. Bæði Liverpool Echo og BBC greina frá því að búið sé að ganga frá samningum milli Darwin og Liverpool. Hann hefur verið sterklega orðaður við Liverpool í allt sumar.
Darwin gæti orðið dýrasti leikmaður félagsins. Hermt er að Liverpool borgi 63 milljónir punda fyrir framherjann og svo gæti allt að 21 milljón bæst við í ákvæðum. Vrigil van Dijk er dýransti leikmaður Liverpool hingað til. Liverpool borgaði 75 milljónir punda fyrir hann þegar hann var keyptur frá Southampton.
Darwin er frá Úrúgvæ. Hann kom til Benfica 2020. Hann hefur skorað 48 mörk fyrir portúgalska liðið í 85 leikjum. Darwin skoraði í báðum leikjum Liverpool og Benfica í Meistaradeildinni í leiktíðinni. Áður lék hann með Penarol og Almería í heimalandi sínu. Hann varð landsmeistari með Penarol 2017 og 2018. Darwin hefur leikið 11 landsleiki og skorað tvö mörk.
Samkvæmt fréttum á Darwin eftir að fara í læknisskoðun. Flest annað mun vera frágengið. Miðað við féttir dagsins ættu félagaskiptin að vera staðfest á allra næstu dögum.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Enn þokast Mohamed Salah upp listann! -
| Sf. Gutt
Cody Gakpo gerir nýjan samning! -
| Sf. Gutt
Meistaradeildarhópur Liverpool staðfestur! -
| Sf. Gutt
Fyrsta æfingin! -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Af lánsmönnum -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Áhættunnar virði! -
| Sf. Gutt
Búið að dagsetja Evrópuleikina -
| Sf. Gutt
Harvey Elliott lánaður
Fréttageymslan