| Grétar Magnússon
Boltinn heldur áfram að rúlla hjá landsliðum um heim allan og við rennum yfir gengi Liverpool manna í leikjum þeirra.
Á laugardaginn varð Sadio Mané markahæstur í sögu senegalska landsliðsins þegar Senegal vann Benín 3-1 í undankeppni Afríkumótsins 2023. Mané gerði sér lítið fyrir og skoraði öll þrjú mörk liðsins í leiknum. Komst hann þar með uppfyrir Henri Camara í markaskorun fyrir Senegal.
Englendingar mættu Ungverjum í Búdapest í Þjóðadeildinni og Trent Alexander-Arnold var í byrjunarliðinu. Hann spilaði í rúman klukkutíma er enskir töpuðu 1-0 með marki frá Dominik Szoboszlai úr vítaspyrnu á 66. mínútu.
Caoimhin Kelleher var í marki Íra gegn Armeníu í Þjóðadeildinni og spilaði allan leikinn í 1-0 tapi.
Á sunnudaginn mættust svo Wales og Úkraína í úrslitaleik um sæti á HM seinna á árinu. Walesverjar sigruðu 1-0 og komust þar með á lokamót HM í fyrsta sinn í 64 ár, Neco Williams spilaði allan leikinn og fagnaði sæti á HM vel og lengi með liðsfélögum sínum.
Egyptaland og Gínea mættust í undankeppni Afríkumótsins og þar voru Mohamed Salah og Naby Keita báðir í byrjunarliði. Mostafa Mohamed skoraði eina mark leiksins fyrir Egypta, lokatölur 1-0.
Diogo Jota var í byrjunarliði Portúgala sem mættu Sviss á heimavelli í Þjóðadeildinni. Hann spilaði í 67 mínútur og lagði upp tvö mörk í 4-0 sigri.
Þá spilaði Kostas Tsimikas allan leikinn fyrir Grikki sem sigruðu Kósovó 1-0 í Þjóðadeildinni. Conor Bradley sat svo á varamannabekknum þegar Norður-Írland gerðu markalaust jafntefli við Kýpur.

Á mánudaginn mættust svo þrír leikmenn Liverpool í Tokyo í Japan þegar heimamenn spiluðu við Brasilíu í vináttuleik. Takumi Minamino var í byrjunarliði Japans og spilaði í 73 mínútur, Alisson Becker spilaði allan leikinn fyrir Brasilíu og Fabinho kom inná sem varamaður seint í leiknum. Brasilía vann 0-1 með marki frá Neymar úr vítaspyrnu.
Að lokum ber svo að nefna að Ibrahima Konaté var kallaður upp í franska landsliðið í byrjun mánaðarins vegna meiðsla Raphael Varane. Hann sat á bekknum allan tímann þegar Frakkar og Króatar gerðu 1-1 jafntefli í Þjóðadeildinni.
TIL BAKA
Fréttir af landsleikjum

Á laugardaginn varð Sadio Mané markahæstur í sögu senegalska landsliðsins þegar Senegal vann Benín 3-1 í undankeppni Afríkumótsins 2023. Mané gerði sér lítið fyrir og skoraði öll þrjú mörk liðsins í leiknum. Komst hann þar með uppfyrir Henri Camara í markaskorun fyrir Senegal.
Englendingar mættu Ungverjum í Búdapest í Þjóðadeildinni og Trent Alexander-Arnold var í byrjunarliðinu. Hann spilaði í rúman klukkutíma er enskir töpuðu 1-0 með marki frá Dominik Szoboszlai úr vítaspyrnu á 66. mínútu.
Caoimhin Kelleher var í marki Íra gegn Armeníu í Þjóðadeildinni og spilaði allan leikinn í 1-0 tapi.
Á sunnudaginn mættust svo Wales og Úkraína í úrslitaleik um sæti á HM seinna á árinu. Walesverjar sigruðu 1-0 og komust þar með á lokamót HM í fyrsta sinn í 64 ár, Neco Williams spilaði allan leikinn og fagnaði sæti á HM vel og lengi með liðsfélögum sínum.
Egyptaland og Gínea mættust í undankeppni Afríkumótsins og þar voru Mohamed Salah og Naby Keita báðir í byrjunarliði. Mostafa Mohamed skoraði eina mark leiksins fyrir Egypta, lokatölur 1-0.
Diogo Jota var í byrjunarliði Portúgala sem mættu Sviss á heimavelli í Þjóðadeildinni. Hann spilaði í 67 mínútur og lagði upp tvö mörk í 4-0 sigri.
Þá spilaði Kostas Tsimikas allan leikinn fyrir Grikki sem sigruðu Kósovó 1-0 í Þjóðadeildinni. Conor Bradley sat svo á varamannabekknum þegar Norður-Írland gerðu markalaust jafntefli við Kýpur.

Á mánudaginn mættust svo þrír leikmenn Liverpool í Tokyo í Japan þegar heimamenn spiluðu við Brasilíu í vináttuleik. Takumi Minamino var í byrjunarliði Japans og spilaði í 73 mínútur, Alisson Becker spilaði allan leikinn fyrir Brasilíu og Fabinho kom inná sem varamaður seint í leiknum. Brasilía vann 0-1 með marki frá Neymar úr vítaspyrnu.

Að lokum ber svo að nefna að Ibrahima Konaté var kallaður upp í franska landsliðið í byrjun mánaðarins vegna meiðsla Raphael Varane. Hann sat á bekknum allan tímann þegar Frakkar og Króatar gerðu 1-1 jafntefli í Þjóðadeildinni.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Æfingaleikir sumarsins -
| Sf. Gutt
Annar nýr markmaður -
| Sf. Gutt
Milos Kerkez kominn til Liverpool -
| Sf. Gutt
Nathaniel Phillips heldur á braut -
| Sf. Gutt
Skjaldarleikurinn liggur fyrir! -
| Sf. Gutt
Florian Wirtz keyptur fyrir metfé! -
| Sf. Gutt
Vitezslav Jaros lánaður -
| Sf. Gutt
Leikjadagskráin birt -
| Sf. Gutt
Ungliðar á braut -
| Sf. Gutt
Það fengust peningar fyrir Trent
Fréttageymslan