| Sf. Gutt

Af leikmannamálum

Það er komið aðeins fram í júní og fjölmiðlar eru byrjaðir með vangaveltur um leikmannamál liða. Þetta er það helsta sem snertir Liverpool þessa dagana. 

Darwin Nunez er orðaður við Liverpool. Hann er skæður framherji frá Úrúgvæ sem spilar með Benfica. Hann skoraði meira að segja á móti Liverpool í Meistaradeildinni á leiktíðinni. Darwin er eftirsóttur og gæti orðið rándýr.

Calvin Ramsay er ungur og efnilegur bakvörður sem spilar með Aberdeen. Liverpool hefur hug á að kaupa hann. 


Neco Williams, Alex Oxlade-Chamberlain og Takumi Minamino hafa vakið áhuga annarra félaga og gætu verið til sölu ef nógu hátt tilboð berst í þá. Ekki dugir þó annað en að bjóða það sem Liverpool vill til að kaupa þessa menn. 


Liverpool vill halda Naby Keita og samningaviðræður munu vera hafnar milli hans og félagsins um nýjan samning. Ef rétt er vitað rennur núverandi samningur út næsta sumar. 

Staða mála með Mohamed Salah er óljós. Hann segist ætla að spila næstu leiktíð með Liverpool. Á hinn bóginn rennur samningur hans út eftir eitt ár. Liverpool hefur gert honum tilboð sem honum finnst ekki nógu gott.

Svo er það auðvitað staða mála með Sadio Mané. Bayern Munchen á að hafa boðið tvívegis í Senegalann. Báðum tilboðum á að hafa verið hafnað þar sem Liverpool vill fá talsvert hærri upphæð fyrir hann. Sadio vill yfirgefa Liverpool en á ár eftir af samningi sínum. 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan