Hinir ósigrandi!

Celtic varð í kvöld skoskur meistari. Liðið tók þá við meistaratign af hinu ósigrandi liði Rangers sem Steven Gerrard stýrði. Árangur Rangers var með ólíklindum magnaður.
Í efstu deild í Skotlandi eru leiknir 38 leikir. Rangers vann 32, gerði sex jafntefli og tapaði ekki einum einasta leik. Þó svo margir telji skosku deildina ekki upp á marga fiska er það alltaf mikið afrek að fara í gegnum heilt keppnistímabil án þess að tapa leik.
Skotlandsmeistaratitill Rangers var sá 55. í sögu félagsins. Celtic hafði unnið næstu níu ár á undan þannig að titill Rangers var einstaklega gleðilegur fyrir stuðningsmenn félagsins. Celtic hefur nú unnið 52 landstitla.
Steven Gerrard var kjörinn Framkvæmdastjóri ársins 2021 í Skotlandi af öllum þeim aðilum sem kjósa jafnan um besta framkvæmdastjórann. Fjögur mismunandi samtök standa fyrir slíkum kosningum í Skotlandi.
Rangers er nú komið í úrslit Evrópudeildarinnar þar sem liðið mætir Eintracht Frankfurt. Hollendingurinn Giovanni van Bronckhorst tók við af Steven Gerrard sem framkvæmdastjóri Rangers. Steven stýrði Rangers auðvitað framan af leiktíð og á sinn þátt í að koma Rangers í úrslitaleikinn. Það verður spennandi að sjá hvort Rangers nær Evróputitli.
-
| Sf. Gutt
Niðurtalning - 5. kapítuli -
| Grétar Magnússon
Lykilbaráttur -
| Sf. Gutt
Niðurtalning - 4. kapítuli -
| Sf. Gutt
Goðsagnirnar unnu! -
| Sf. Gutt
Nú liggja allir vegir til Parísar! -
| Sf. Gutt
Niðurtalning - 3. kapítuli -
| Sf. Gutt
Meiðslafréttir -
| Sf. Gutt
Niðurtalning - 2. kapítuli -
| Sf. Gutt
Jürgen Klopp Framkvæmdastjóri ársins! -
| Sf. Gutt
Niðurtalningin er hafin. - 1. kapítuli