| Sf. Gutt

Hvatning til komandi kynslóðar!


Í dag er eitt ár liðið frá því Evrópumeistararnir voru hylltir á ógleymanlegan hátt á götum Liverpool. Talið er að hátt í 800.000 manns hafi fylgst með þessari mögnuðu sigurför. Trent Alexander-Arnold segir að sigurförin eigi að hvetja kynslóðina sem er núna að vaxa upp til afreka og viðhalda velgengni Liverpool! 

,,Það er bilað að eitt ár sé liðið. Þetta er ein besta minning sem ég mun nokkurn tíma eignast og hún mun ætíð skipa sérstkan sess í hjarta mínu. Það er gott að geta rifjað upp minningar af þessu tagi og vonandi notað þær sem hvatningu til að skapa tækifæri til að geta gert svona aftur. Sem sagt að spila fleiri úrslitaleiki og vinna stórtitla. Þetta er það sem mann dreymir um."


,,Ég hugsaði til baka til æsku minnar og notaði minningar þaðan sem hvatningu. Svona sigurferðir um borgina hafa hvatt mig til afreka. Eftir 10 eða 15 ár mun unga kynslóðin í dag vonandi hafa notað velgengni okkar sem hvatningu til að láta sína drauma rætast. Það er hægt að láta ýmislegt verða að veruleika með því að leggja hart að sér. Við viljum kveikja neista hjá kynslóðinni sem nú er að alast upp svo hún láti til sín taka og haldi velgengni félagsins áfram!"

Vel mælt hjá Trent og vonandi fer svo sem vonast til!

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan