Landsleikjafréttir
Þá er seinni hluti haustlandsleikjanna að baki. Fulltrúar Liverpool létu vel til sín taka í henni með mörkum og öðru mikilvægu fyrir þjóðlönd sín.
Í nótt að íslenskum tíma mættu heimsmeistarar Argentínumanna Púertó Ríkó í Flórída. Alexis Mac Allister var í byrjunarliði Argentínu og gerði sér lítið fyrir og skoraði tvö mörk í léttum 6:0 sigri. Alexis lék allan leikinn og spilaði mjög vel. Góður leikur hans hjálpar honum vonandi að finna taktinn en hann hefur ekki verið upp á sitt besta það sem af er leiktíðar. Lionel Messi lagði upp tvö mörk og hefur þar með lagt upp 60 mörk í landsleikjum. Það er heimsmet.
Giorgi Mamardashvili var í marki Georgíu gegn Tyrkjum. Tyrkir unnu öruggan sigur 4:1.
Portúgal og Ungverjaland gerðu 2:2 jafntefli í Lissabon. Dominik Szoboszlai átti frábæran leik. Hann lagði upp mark fyrir Attila Szalai sem kom Ungverjum yfir. Cristiano Ronaldo kom heimamönnum í 2:1 en Dominik átti síðasta orðið þegar hann jafnaði í viðbótartíma. Milos Kerkez var í byrjunarliði Ungverja. Cristiano er nú búinn að skora 41 mark í forkeppni HM og er það heimsmet.
Englendingar tryggðu sæti sitt í Heimsmeistarakeppninni með 0:5 sigri í Lettlandi. Jordan Henderson kom inn sem varamaður.
Sadio Máne bætti tveimur mörkum í safn sitt fyrir Senegal sem vann Máritaníu 4:0.
Hugo Ekitike kom inn sem varamaður undir lok leiks Íslands og Frakklands á Laugardalsvellinum. Ísland náði frækilegu 2:2 jafntefli. Guðlaugur Victor Pálsson, fyrrum lærisveinn Liverpool, skoraði fyrra mark Íslands.
Á sunnudaginn hélt Cody Gakpo áfram að skora fyrir Holland. Hann skoraði tvö í næsta leik á undan og nú skoraði hann í 4:0 sigri á Finnlandi. Virgil van Dijk skoraði líka. Ryan Gravenberch fór út af í hálfleik. Jeremie Frimpong var á bekknum. Vonandi koma mörkin þrjú Cody í gang en hann hefur ekki alveg fundið sig í byrjun leiktíðar.
Andrew Robertson stóð sig vel með Skotum sem unnu Belarús 2:1 í Glasgow. Hann lagði upp seinna mark Skota sem Scott McTominay skoraði. Che Adams skoraði fyrra markið. Á hinn bóginn var hann ekki nógu vel á verði þegar Gleb Kuchko minnkaði muninn í blálokin.
Kostas Tsimikas var í liði Grikklands sem tapaði 3:1 fyrir Danmörku.
Luis Díaz, núverandi leikmaður Bayern Munchen, skoraði eitt marka Kólumbíu sem vann Mexíkó 4:0.
-
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Álfumet hjá Mohamed Salah! -
| Sf. Gutt
Ibrahima Konaté ekki til Íslands -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Goðsagnirnar unnu! -
| Sf. Gutt
Hefði betur þagað! -
| Sf. Gutt
Minningarorð Jürgen Klopp -
| Sf. Gutt
Það var fyrir tíu árum! -
| Sf. Gutt
Hefur engar áhyggjur af Florian! -
| Sf. Gutt
Tveir fá frí frá landsleikjum