Jafnt í fyrsta leik ársins
Það var jafntefli í fyrsta leik ársins þegar Manchester United kom í heimsókn á Anfield Road. Leikurinn var leikinn við mjög erfiðar aðstæður. Slyddurigning var og völlurinn rennandi blautur. Liðin skildu jöfn 2:2.
Eins og áður segir voru aðstæður erfiðar. Fyrr um daginn hafði snjóað og það þurfti að hreina bleytusnjó af vellinum. Snjór sem mokað var af vellinum var í hrúgum við hliðarlínurnar.
Liverpool var sterkara liðið á upphafskafla leiksins. Á 14. mínútu fékk Cody Gakpo sendingu frá landa sínum Ryan Gravenberch. Cody náði skoti ef hitti ekki markið. Um tveimur mínútum seinna gaf Mahamed Salah inn í vítateiginn á Alexis Mac Allister. Hann náði viðstöðulausu skoti en Andre Onana varði vel. Liverpool hélt áfram að sækja en á 42. mínútu ógnaði United í fyrsta sinn að heitið gat. Rasmus Höjlund komst inn í vítateiginn vinstra megin. Alisson Becker kom vel út á móti og varði með úthlaupi.
Manchester United náði forystu á 52. mínútu þegar Lisandro Martinez fékk sendingu frá Bruno Fernandes vinstra megin í vítateignum. Hann skoraði með skoti í slá og inn yfir Alisson úr frekar þröngu færi. Liverpool svaraði sjö mínútum seinna. Liverpool sneri vörn í sókn. Alexis sendi fram vinstra megin á Cody sem lék léttilega á varnarmann United áður en hann þrumaði boltanum upp undir þaknetið í hornið fjær. Stórgóð afgreiðsla hjá Hollendingnum.
Á 67. mínútu vildu leikmenn Liverpool fá víti eftir að Alexis átti skalla sem fór í hendi varnarmanns. Eftir sjónvarpsskoðun var víti dæmt. Mohamed tók vítið og skoraði með þrumuskoti fyrir framan Kop stúkuna. Núna voru 20 mínútur eftir.
Liverpool virtist hafa leikinn í höndum sér en vörnin var óörugg á köflum og Trent Alexander-Arnolda var sérstaklega utan við sig. Þegar tíu mínútur voru eftir var aftur orðið jafnt. Alejandro Garnacho komst fram vinstra megin og gaf fyrir á Amad Diallo sem skoraði rétt utan við markteiginn.
Á lokamínútunni náði Liverpool hraðri sókn. Mohamed lagði upp færi fyrir Diogo Jota en skot hans fór beint á Andre í markinu. Hann hélt ekki skotinu og Conor Bradley náði boltanum. Hann lék á mann sem var til varnar hægra meign og náði föstu skoti en Andre varði í horn við nærstöngina. Andrew Robertson tók hornið. Virgil náði skalla eftir að Alexis skallaði til hans en boltinn fór beint til Andre. Virgil hefði átt að geta náð betri skalla. Liðin spiluðu af fullum krafti til leiksloka en lokatölur urðu 2:2.
Liverpool spilaði stórvel á köflum og hefði átt að vinna. En gestirnir gáfust ekki upp eins og þeir hafa stundum gert við mótlæti á síðustu vikum.
Maður leiksins: Alexsis Mac Allister. Argentínumaðurinn var mjög sterkur á miðjunni. Hann lagði upp mark og vann vítaspyrnu.
-
| Sf. Gutt
Matt Beard borinn til grafar -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu -
| Sf. Gutt
Fyrir 15 árum! -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Álfumet hjá Mohamed Salah! -
| Sf. Gutt
Ibrahima Konaté ekki til Íslands -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Goðsagnirnar unnu! -
| Sf. Gutt
Hefði betur þagað!