Leikjatilfærslur
Búið er að tímasetja næstu leiki Liverpool. Hér er listi leikjanna með nýjum tímasetningum. Gott að vita þetta ef verið að velta ferðalögum fyrir sér.
Fyrsti leikur Liverpool eftir landsleikjahlé verður núna á sunnudaginn þegar Manchester United kemur í heimsókn til Liverpool. Flautað verður til leiks á Anfield Road klukkan hálf fjögur.
Næsti leikur Liverpool verður í Þýskalandi miðvikudagskvöldið 22. október klukkan sjö. Liverpool mætir þá Eintracht Frankfurt.
Deildarbikarinn er næst á dagskrá. Liverpool fær Crystal Palace í heimsókn 29. október. Leikar hefjast stundarfjórðung í átta. Þetta verður þriðji leikur Liverpool og Palace það sem af verður leiktíðar.
Þriðjudagskvöldið 4. nóvember ganga Liverpool og Real Madrid á hólm á Anfield í Meistaradeildinni. Leikurinn hefst klukkan átta. Allir muna mikla rimmu liðanna á síðustu leiktíð sem Liverpool vann 2:0. Svo er að sjá hvort Trent Alexander-Arnold verður orðinn leikfær eftir meiðsli þannig að hann geti spilað gegn sínum gömlu félögum.
Síðasti leikur fyrir landsleikjahlé fer fram í Manchester sunnudaginn 9. nóvember. Liverpool mætir þá City og byrjar leikurinn klukkan hálf fimm.
Allir leiktímar eru að íslenskum tíma. Síðustu þrír leikirnar verða eftir að vetrartími tekur við á Englandi. Sumartími á Englandi er klukkutíma á undan okkar tíma. Vetrartími á Bretlandseyjum er sami tími og okkar tími.
-
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Álfumet hjá Mohamed Salah! -
| Sf. Gutt
Ibrahima Konaté ekki til Íslands -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Goðsagnirnar unnu! -
| Sf. Gutt
Hefði betur þagað! -
| Sf. Gutt
Minningarorð Jürgen Klopp -
| Sf. Gutt
Það var fyrir tíu árum! -
| Sf. Gutt
Hefur engar áhyggjur af Florian! -
| Sf. Gutt
Tveir fá frí frá landsleikjum