Ibrahima Konaté ekki til Íslands
Þó nokkuð margir leikmenn Liverpool hafa í gegnum tíðina spilað með landsliðum sínum á Íslandi. En Ibrahima Konaté kemur ekki til Íslands með franska landsliðinu.
Frakkar mæta Íslendingum í Reykjavík annað kvöld en Ibrahima var sendur heim til Liverpool vegna smávægilegra meiðsla. Frakkar unnu Aserbaísjan 3:0 á föstudagskvöldið en Ibrahima var varamaður og kom ekki við sögu. Það er reyndar frekar undarlegt að hann hafi ekki fengið frí frá landsleikjunum því hann fór af velli, eftir að hafa fundið fyrir eymslum, þegar Liverpool lék við Chelsea fyrir landsleikjahlé.
Vonandi nær Ibrahima sér sem fyrst. Hann hefur reyndar ekki verið upp á sitt besta það sem af er leiktíðar. En sama er. Liverpool þarf á öllum sínum bestu mönnum að halda.
-
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Goðsagnirnar unnu! -
| Sf. Gutt
Hefði betur þagað! -
| Sf. Gutt
Minningarorð Jürgen Klopp -
| Sf. Gutt
Það var fyrir tíu árum! -
| Sf. Gutt
Hefur engar áhyggjur af Florian! -
| Sf. Gutt
Tveir fá frí frá landsleikjum -
| Sf. Gutt
Bobby saknar vinar í stað -
| Sf. Gutt
Torvelt í Tyrklandi! -
| Sf. Gutt
Lagt upp flest færi!