Álfumet hjá Mohamed Salah!

Það er ekkert nýtt að Mohamed Salah setji ný met. Hann setti eitt slíkt í síðustu viku og nú fyrir egypska landsliðið þegar Faróarnir tryggðu sér sæti í lokakeppni Heimsmeistarakeppninnar á næsta ári.
Mohamed skoraði tvö mörk þegar Egyptaland vann góðan 0:3 útisigur í Djibútí. Með mörkunum er hann búinn að skora 20 mörk í undankeppni HM hjá Afríkuþjóðum. Fyrir leikinn var Mohamed jafn tveimur öðrum leikmönnum í efsta sæti með 18 mörkum. Hann deildi efsta sætinu með þeim Didier Drogba frá Fínabeinsströndinni og Alsíringnum Islam Slimani. En nú á Mohamed metið einn. Í þriðja sæti er Kamerúninn Samuel Et'o með 17 mörk.
Alls hefur Mohamed Salah skorað 63 mörk í 108 landsleikjum. Hann er annar markahæsti Egyptinn í sögu landsliðsins. Markahæstur er Hossam Hassan með 69 mörk í 177 landsleikjum. Hossam er núna landsliðsþjálfari Egyptalands.
Það verður áhugavert að sjá hvernig Egyptalandi gengur á HM. Faraóarnir komust síðast í lokakeppni HM 2018 í Rússlandi. Mohamed skoraði tvö mörk í mótinu.
-
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Ánægður með markið! -
| Sf. Gutt
Dagurinn sem breytti Liverpool F.C.! -
| Sf. Gutt
Hvatning frá núverandi fyrirliða! -
| Sf. Gutt
Hvatning frá fyrrum fyrirliða! -
| Sf. Gutt
Mestu hrakfarir í marga áratugi! -
| Sf. Gutt
Lengi getur vont versnað! -
| Sf. Gutt
Væntumþykjan hverfur! -
| Sf. Gutt
Ný félagsmet!

