Matt Beard borinn til grafar

Matt Beard, fyrrum þjálfari kvennaliðs Liverpool, var borinn til grafar í dag. Hundruðir komu saman við Liverpool Metropolitan kirkjuna til að heiðra minningu hans.
Matt fæddist 9. janúar 1978. Hann lést 20. september síðastliðinn. Matt féll fyrir eigin hendi. Hann lætur eftir sig eiginkonu Debbie, son Harry, dóttur Ellie og fósturson Scott. Fjölskylda Matt hefur beðið fólk sem vill minnast Matt að styrkja góðgerðarsamtök sem vinna að geðheilbrigðismálum.
Matt var mjög virtur í heimi kvennaknattspyrnunnar. Fyrir utan að stýra Liverpool tvisvar þjálfaði hann Millwall Lionesses, Chelsea, West Ham, Bristol City í afleysingu, Burnley og Boston Breakers í Bandaríkjunum.

Matt Beard kom fyrst til Liverpool 2012 og var til 2015. Hann gerði Liverpool að Englandsmeisturum 2013 og 2014. Það var mikið afrek að vinna fyrsta landstitil félagsins og svo að verja hann.

Árið 2021 kom Matt aftur til Liverpool sem þá var í næst efstu deild. Hann kom Liverpool strax upp í efstu deild vorið 2022. Hann lét af störfum hjá Liverpool í febrúar á þessu ári.
Hvíl í friði.
YNWA!
-
| Sf. Gutt
Allt í uppnámi eftir hörð orð Mohamed Salah! -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Ánægður með markið! -
| Sf. Gutt
Dagurinn sem breytti Liverpool F.C.! -
| Sf. Gutt
Hvatning frá núverandi fyrirliða! -
| Sf. Gutt
Hvatning frá fyrrum fyrirliða! -
| Sf. Gutt
Mestu hrakfarir í marga áratugi! -
| Sf. Gutt
Lengi getur vont versnað!

